Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 22:01 Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfgasamtakanna Oath Keepers. AP/Susan Walsh Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent