Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 11:35 Guðmundur Ingi Þóroddsson vill þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í kosningunum í vor. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. Í tilkynningu frá Guðmundur Ingi kemur fram að fyrir um ári hafi hann boðið sig fram í forvali Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga, fengið þar mjög góða kosningu en að „utanaðkomandi öfl“ hafi komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Hann hafi svo íhugað næstu skref sín í stjórnmálunum. „Ég hef verið óviss og óttast að það sama myndi gerast ef ég ákveði að bjóða fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu, það er að segja að mér myndi ganga vel í prófkjörinu eingöngu til þess að vera kippt út á síðustu stundu. Það er mikill undirbúningur að baki slíku verkefni og ótrúlega margar klukkustundir af sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég vil ekki leggja slíkt á félaga mína og því hef ég legið lengi undir feldi. Það var á Nýársdag sem ég sá fyrst þættina ÆÐI í sjónvarpinu þar sem þrír ungir strákar, Bassi, Binni og Patrekur eru í aðalhlutverkum. Mér fannst mikið til koma og ég hreifst af hispursleysi þeirra og framtakssemi. Þeir segja það sem þeir hugsa og gera það sem það þeir vilja. Eitthvað ræddu þeir strákarnir um stjórnmál og sagðist Binni vera vinstri maður en Patrekur beygist til hægri, eða þar til hann áttaði sig á því fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun og veru. Eftir að hafa „kynnst“ þessum eðaldrengjum, með hámhorfi, þá hugsaði ég með mér hversu dásamlegt það hefði nú verið ef ég hefði haft þeirra gildi, þeirra þor og dugnað á sama aldri. Eftir síðasta þáttinn ákvað ég að liggja ekki lengur undir feldi, taka strákana í ÆÐI mér til fyrirmyndar og kýla á ákvörðun. Að þessu sögðu hef ég ákveðið að bjóða Samfylkingunni krafta mína að nýju og nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Ég geri mér von um góða niðurstöðu í prófkjörinu og hef ákveðið að stefna á þriðja sæti listans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrir á fleti eru sterkir kandídatar og barist verður um sætið. Mér hefur meira að segja verið tjáð að sætið sé frátekið fyrir aðra frambjóðendur. En ég mun ekki velta mér upp úr því, ég mun kynna fyrir hvað ég stend, þau mál sem ég brenn fyrir og þekki vel. Ég tel mig eiga góðan möguleika á þriðja sætinu enda er ávallt þörf fyrir endurnýjun í stjórnmálum, að fá fram sjónarhorn annarra og ég mun koma fram með nýja vinkla. Flestir þekkja stöðu mína í málefnum jaðarsettra og minnihlutahópa en auk þess mun ég standa með smærri fyrirtækjum og úthverfum borgarinnar enda breiðhyltingur nú, uppalinn í árbænum og Fylkismaður,“ segir í tilkynningunni. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Í tilkynningu frá Guðmundur Ingi kemur fram að fyrir um ári hafi hann boðið sig fram í forvali Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga, fengið þar mjög góða kosningu en að „utanaðkomandi öfl“ hafi komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Hann hafi svo íhugað næstu skref sín í stjórnmálunum. „Ég hef verið óviss og óttast að það sama myndi gerast ef ég ákveði að bjóða fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu, það er að segja að mér myndi ganga vel í prófkjörinu eingöngu til þess að vera kippt út á síðustu stundu. Það er mikill undirbúningur að baki slíku verkefni og ótrúlega margar klukkustundir af sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég vil ekki leggja slíkt á félaga mína og því hef ég legið lengi undir feldi. Það var á Nýársdag sem ég sá fyrst þættina ÆÐI í sjónvarpinu þar sem þrír ungir strákar, Bassi, Binni og Patrekur eru í aðalhlutverkum. Mér fannst mikið til koma og ég hreifst af hispursleysi þeirra og framtakssemi. Þeir segja það sem þeir hugsa og gera það sem það þeir vilja. Eitthvað ræddu þeir strákarnir um stjórnmál og sagðist Binni vera vinstri maður en Patrekur beygist til hægri, eða þar til hann áttaði sig á því fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun og veru. Eftir að hafa „kynnst“ þessum eðaldrengjum, með hámhorfi, þá hugsaði ég með mér hversu dásamlegt það hefði nú verið ef ég hefði haft þeirra gildi, þeirra þor og dugnað á sama aldri. Eftir síðasta þáttinn ákvað ég að liggja ekki lengur undir feldi, taka strákana í ÆÐI mér til fyrirmyndar og kýla á ákvörðun. Að þessu sögðu hef ég ákveðið að bjóða Samfylkingunni krafta mína að nýju og nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Ég geri mér von um góða niðurstöðu í prófkjörinu og hef ákveðið að stefna á þriðja sæti listans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrir á fleti eru sterkir kandídatar og barist verður um sætið. Mér hefur meira að segja verið tjáð að sætið sé frátekið fyrir aðra frambjóðendur. En ég mun ekki velta mér upp úr því, ég mun kynna fyrir hvað ég stend, þau mál sem ég brenn fyrir og þekki vel. Ég tel mig eiga góðan möguleika á þriðja sætinu enda er ávallt þörf fyrir endurnýjun í stjórnmálum, að fá fram sjónarhorn annarra og ég mun koma fram með nýja vinkla. Flestir þekkja stöðu mína í málefnum jaðarsettra og minnihlutahópa en auk þess mun ég standa með smærri fyrirtækjum og úthverfum borgarinnar enda breiðhyltingur nú, uppalinn í árbænum og Fylkismaður,“ segir í tilkynningunni.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira