Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 17:54 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heiða skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum á eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, sem hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnir þessa ákvörðun sína í færslu á Facebook og segir þar að Reykjavík sé stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og sé því mikilvægt að „við“ villumst ekki af leið, höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir alla. „Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga alls konar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða,“ skrifar Heiða í færslunni. Stefnan hafi verið sett á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verði megindrifkrafturinn, þar sem allir fái raunhæft val umvistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. „Mannréttindi og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur,“ skrifar Heiða. Hún segir þetta verða meginverkefni „Velferðarborgarinnar Reykjavíkur“ á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að hennar mati að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. „Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ skrifar Heiða. „Ég óska því eftir stuðningi til að starfa áfram í forystusveit borgarstjórnar og býð mig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Heiða skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar í síðustu sveitarstjórnarkosningum á eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, sem hefur tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnir þessa ákvörðun sína í færslu á Facebook og segir þar að Reykjavík sé stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og sé því mikilvægt að „við“ villumst ekki af leið, höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir alla. „Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga alls konar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða,“ skrifar Heiða í færslunni. Stefnan hafi verið sett á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verði megindrifkrafturinn, þar sem allir fái raunhæft val umvistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. „Mannréttindi og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur,“ skrifar Heiða. Hún segir þetta verða meginverkefni „Velferðarborgarinnar Reykjavíkur“ á næsta kjörtímabili og því mikilvægt að hennar mati að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. „Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ skrifar Heiða. „Ég óska því eftir stuðningi til að starfa áfram í forystusveit borgarstjórnar og býð mig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26 Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34 Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11. janúar 2022 08:26
Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. 10. janúar 2022 22:34
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18