Vildi takmarka skjátíma barna og bjó til spil fyrir örmagna fjölskyldur í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2022 22:01 Arnar hannaði og teiknaði spilið ásamt því að framleiða það. egill aðalsteinsson Faðir sem missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid-19 ákvað að afla sér tekna með því að hanna og framleiða samveruspilið Hvað í pabbanum ert þú að gera, þar sem aðal leikendur eru húsgögn á heimilinu. Hann segir mikilvægt að foreldrar skipuleggi skjálausar stundir með börnum sínum. Í samkomubanninu tók leikarinn Arnar Dan eftir því hvað synir hans sóttu mikið í sjónvarpsskjáinn þegar minna var um að vera í samfélaginu. Arnari leist ekki á það og ákvað að taka málin í eigin hendur og hanna samveruspil. Í spilinu eru 190 leikir en til þess að leika þá eftir þarf einungis venjulegt dót sem finnst á flestum heimilum eins og herðartré, stóla, skeiðar og sturtu. „Þetta byrjar bara hér á heimilinu. Ég hugsaði: Hvað getum við notað? Við getum notað skeiðar og svo reyni ég að flippa skeiðinni í boxið,“ sagði Arnar Dan Kristjánsson, leikari og faðir. Í myndbandinu hér að ofan sýnir hann nokkra leiki spilsins. „Þessi er innblásinn af Helga Björnssyni. Að fara í sturtu með regnhlíf og ekki blotna. Alls ekki blotna.“ „Svo er það þessi hér sem heitir stólar hafa fætur. Maður klippir hringi út úr pappakassa og setur stólinn upp á borð og frispar hringjunum á stólinn.“ Hann segir að í ljósi mikils skjátíma barna þurfi foreldrar að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. „Þegar barn kemur til þín og þú ert í símanum og það segir: Pabbi viltu sjá? En ég segir bíddu aðeins. Þá er ég að segja: Það sem ég er að díla við í símanum er mikilvægara en þú og mér finnst það trámatískt,“ Börnin sæki í leikina og augnsambandið Áherslan er lögð á augnsamband og virkan líkama og strákunum hans líkar vel. „Þeir koma heim og í staðinn fyrir að segja: Megum við horfa á hvolpasveitina eða Turtles? Þá segja þeir: Hver er leikur dagsins? Hvað ætlaru að gera með okkur?“ Spilið er fáanlegt hér en það er á afslætti vegna samkomubanns. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borðspil Föndur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Í samkomubanninu tók leikarinn Arnar Dan eftir því hvað synir hans sóttu mikið í sjónvarpsskjáinn þegar minna var um að vera í samfélaginu. Arnari leist ekki á það og ákvað að taka málin í eigin hendur og hanna samveruspil. Í spilinu eru 190 leikir en til þess að leika þá eftir þarf einungis venjulegt dót sem finnst á flestum heimilum eins og herðartré, stóla, skeiðar og sturtu. „Þetta byrjar bara hér á heimilinu. Ég hugsaði: Hvað getum við notað? Við getum notað skeiðar og svo reyni ég að flippa skeiðinni í boxið,“ sagði Arnar Dan Kristjánsson, leikari og faðir. Í myndbandinu hér að ofan sýnir hann nokkra leiki spilsins. „Þessi er innblásinn af Helga Björnssyni. Að fara í sturtu með regnhlíf og ekki blotna. Alls ekki blotna.“ „Svo er það þessi hér sem heitir stólar hafa fætur. Maður klippir hringi út úr pappakassa og setur stólinn upp á borð og frispar hringjunum á stólinn.“ Hann segir að í ljósi mikils skjátíma barna þurfi foreldrar að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. „Þegar barn kemur til þín og þú ert í símanum og það segir: Pabbi viltu sjá? En ég segir bíddu aðeins. Þá er ég að segja: Það sem ég er að díla við í símanum er mikilvægara en þú og mér finnst það trámatískt,“ Börnin sæki í leikina og augnsambandið Áherslan er lögð á augnsamband og virkan líkama og strákunum hans líkar vel. „Þeir koma heim og í staðinn fyrir að segja: Megum við horfa á hvolpasveitina eða Turtles? Þá segja þeir: Hver er leikur dagsins? Hvað ætlaru að gera með okkur?“ Spilið er fáanlegt hér en það er á afslætti vegna samkomubanns.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borðspil Föndur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira