Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 22:34 Vísir/Egill Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. „Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sjá meira
„Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sjá meira