Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 13:34 Bræður voru bólusettir. vísir/vilhelm Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna. „Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku. Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
„Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.
Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira