„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“ Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 11:59 Dagur B. Eggertsson vill verða borgarstjóri þriðja kjörtímabilið í röð. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk. Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18