Fimm villur Bjarni Karlsson skrifar 9. janúar 2022 11:02 Manst þú Ísland fyrir ósiðaskiptin? Manst þú þegar byrjað var að segja óþægilega hluti hérna; gagnrýna forseta lýðveldisins, hafa ekki bara skoðanir á dómum heldur dómurum, stugga við biskupum? Þetta var svona uppúr því þegar Berlínarmúrinn féll. Ekki fyrr. Umliðin rúm þrjátíu ár höfum við svo verið í óðaönn að ræða óþægilega hluti svo sem misskiptingu og fátækt, hómófóbíu og kynþáttahyggju, flóttamannavanda og kynferðisofbeldi uns vistkerfismálin bættust við með öllum sínum þunga. Umræðan hefur oft verið erfið og hún hefur kostað sitt. Samt hefði ég ekki viljað missa af því að lifa ósiðaskiptin. Í barnsminni mínu er fyrsti kvennafrídagurinn. Þann dag var líkt og stungið væri kíttispaða undir fúna fjöl og byrjað að losa. Löngu síðar birtist Sigrún Pálína Ingvarsdóttir og það sem við þekkjum nú sem #MeToo varð að félagslegum möguleika. Það breytir ekki því að öll þessi átök og umræða er allt í senn leiðinleg, hægfara og slítandi. Verst er öll reiðin og ógeðið sem skaðar svo mörg. Í dag er flestum orðið ljóst að allt manngert böl, frá sárafátækt yfir í hvers kyns ofbeldi og vistkerfisvanda, á rætur í hugarfari okkar. Þess vegna er svo erfitt að breyta. Hugarfar er svo margslungið. Langþróað. Flest myndu samþykkja þá fullyrðingu að mannkyn sé í grunninn skynsamt og úrræðagott. Engu að síður er árangur okkar tamarkaður og ítrekað logar þjóðfélagið okkar í átökum að ekki sé minnst á heimsmálin. Nú eru það stórlaxarnir í heitapottinum. Af hverju er þetta svona? Ég tel ástæðuna vera þá að við séum vanvirk í hugsun og set það fram í fimm liðum: Við veðjum gjarnan á yfirráð fremur en atbeina hins almenna manns. Við sjáum vel einstaklingsbundna sakarábyrgð en greinum síður samábyrgð. Við lítum á forréttindi hinna fáu sem náttúrulögmál frekar en að ástunda jöfnuð. Við skilgreinum okkur oft sem keppinauta fremur en samferðarfólk. Við finnum iðulega til blygðunar vegna sérkenna okkar í stað þess að una eigin veruleika. Þessi vandi á sér árþúsunda gamla sögu sem fræðafólk hefur greint og rakið með ýmsum hætti. Mér virðast fimm vanvirkar tilfinningar birtast jafnt í samskiptum einstaklinga og þjóða sem samsvara hverjum lið. Þar á ég fyrst við andúðina og ógeðið sem við færum gjarnan yfir á einstaklinga og hópa í þrá okkar eftir því að vera sjálf hreinni og æðri. Næst er ásökunin og sektarkenndin sem við ræktum í margvíslegu samhengi. Í þriðja lagi er það samanburðurinn sem við ástundum líkt og af áráttu í daglegu lífi svo öfund grasserar. Þá er þarna skömmin sem við berum innra með okkur vegna þess að við erum oft svo ein og kvíðin. Loks skortir margt fólk heilbrigða samlíðun með sjálfu sér og situr því uppi með laskað sjálfsmat. Eigi okkur að auðnast að draga úr fátækt og öðrum yfirgangi gagnvart mönnum og náttúru, að kynferðisofbeldi meðtöldu, tel ég að takast verði á við tíðarandann og tilfinningarnar sem eru að verki. Hugarfarið sem veldur kynferðisofbeldi er sama hugarfarið og veldur vistkerfisvanda, fátækt og öllu öðru manngerðu böli. Ég vil horfa á #MeToo í þessu stóra samhengi og hvetja okkur öll til að hætta ekki að hreyfast, breytast og batna því sannleikurinn er sá að við megum engan tíma missa. Kynferðisofbeldi er ævaforn birtingarmynd þess vanvirka ástands sem nú mætir okkur í bráðnandi jöklum og súrnandi hafi. Konur eru staðnar á fætur og segja: Hættið að meiða okkur í nánum tengslum! Á sama tíma bylta viskerfi jarðar sér og segja sama hlut. Reiðin er svo þykk að það mætti skera loftið. Enginn getur gengið fram sem handhafi sannleikans og lausnanna í þessum efnum. Þó vil ég segja að ef við sjáum að vandi heimsins eigi rætur í vanvirku ástandi mannkyns þá munu varanlegar lausnir líklega tengjast huggun og heilun fremur en siðbót og vandlæti. Og þær munu alltaf frekar laðast fram í menningu þar sem opið samtal er ástundað af krafti, ekkert form mannlegrar þekkingar hundsað og raddir ekki þaggaðar. Þannig tekst okkur betur að halda hvert öðru ábyrgu um leið og við þrengjum ekki heimildavalið í leit að svörum. Í þessu ljósi skil ég orð meistarans frá Nasaret: Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls. Höfundur er sálgætir og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Bjarni Karlsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Manst þú Ísland fyrir ósiðaskiptin? Manst þú þegar byrjað var að segja óþægilega hluti hérna; gagnrýna forseta lýðveldisins, hafa ekki bara skoðanir á dómum heldur dómurum, stugga við biskupum? Þetta var svona uppúr því þegar Berlínarmúrinn féll. Ekki fyrr. Umliðin rúm þrjátíu ár höfum við svo verið í óðaönn að ræða óþægilega hluti svo sem misskiptingu og fátækt, hómófóbíu og kynþáttahyggju, flóttamannavanda og kynferðisofbeldi uns vistkerfismálin bættust við með öllum sínum þunga. Umræðan hefur oft verið erfið og hún hefur kostað sitt. Samt hefði ég ekki viljað missa af því að lifa ósiðaskiptin. Í barnsminni mínu er fyrsti kvennafrídagurinn. Þann dag var líkt og stungið væri kíttispaða undir fúna fjöl og byrjað að losa. Löngu síðar birtist Sigrún Pálína Ingvarsdóttir og það sem við þekkjum nú sem #MeToo varð að félagslegum möguleika. Það breytir ekki því að öll þessi átök og umræða er allt í senn leiðinleg, hægfara og slítandi. Verst er öll reiðin og ógeðið sem skaðar svo mörg. Í dag er flestum orðið ljóst að allt manngert böl, frá sárafátækt yfir í hvers kyns ofbeldi og vistkerfisvanda, á rætur í hugarfari okkar. Þess vegna er svo erfitt að breyta. Hugarfar er svo margslungið. Langþróað. Flest myndu samþykkja þá fullyrðingu að mannkyn sé í grunninn skynsamt og úrræðagott. Engu að síður er árangur okkar tamarkaður og ítrekað logar þjóðfélagið okkar í átökum að ekki sé minnst á heimsmálin. Nú eru það stórlaxarnir í heitapottinum. Af hverju er þetta svona? Ég tel ástæðuna vera þá að við séum vanvirk í hugsun og set það fram í fimm liðum: Við veðjum gjarnan á yfirráð fremur en atbeina hins almenna manns. Við sjáum vel einstaklingsbundna sakarábyrgð en greinum síður samábyrgð. Við lítum á forréttindi hinna fáu sem náttúrulögmál frekar en að ástunda jöfnuð. Við skilgreinum okkur oft sem keppinauta fremur en samferðarfólk. Við finnum iðulega til blygðunar vegna sérkenna okkar í stað þess að una eigin veruleika. Þessi vandi á sér árþúsunda gamla sögu sem fræðafólk hefur greint og rakið með ýmsum hætti. Mér virðast fimm vanvirkar tilfinningar birtast jafnt í samskiptum einstaklinga og þjóða sem samsvara hverjum lið. Þar á ég fyrst við andúðina og ógeðið sem við færum gjarnan yfir á einstaklinga og hópa í þrá okkar eftir því að vera sjálf hreinni og æðri. Næst er ásökunin og sektarkenndin sem við ræktum í margvíslegu samhengi. Í þriðja lagi er það samanburðurinn sem við ástundum líkt og af áráttu í daglegu lífi svo öfund grasserar. Þá er þarna skömmin sem við berum innra með okkur vegna þess að við erum oft svo ein og kvíðin. Loks skortir margt fólk heilbrigða samlíðun með sjálfu sér og situr því uppi með laskað sjálfsmat. Eigi okkur að auðnast að draga úr fátækt og öðrum yfirgangi gagnvart mönnum og náttúru, að kynferðisofbeldi meðtöldu, tel ég að takast verði á við tíðarandann og tilfinningarnar sem eru að verki. Hugarfarið sem veldur kynferðisofbeldi er sama hugarfarið og veldur vistkerfisvanda, fátækt og öllu öðru manngerðu böli. Ég vil horfa á #MeToo í þessu stóra samhengi og hvetja okkur öll til að hætta ekki að hreyfast, breytast og batna því sannleikurinn er sá að við megum engan tíma missa. Kynferðisofbeldi er ævaforn birtingarmynd þess vanvirka ástands sem nú mætir okkur í bráðnandi jöklum og súrnandi hafi. Konur eru staðnar á fætur og segja: Hættið að meiða okkur í nánum tengslum! Á sama tíma bylta viskerfi jarðar sér og segja sama hlut. Reiðin er svo þykk að það mætti skera loftið. Enginn getur gengið fram sem handhafi sannleikans og lausnanna í þessum efnum. Þó vil ég segja að ef við sjáum að vandi heimsins eigi rætur í vanvirku ástandi mannkyns þá munu varanlegar lausnir líklega tengjast huggun og heilun fremur en siðbót og vandlæti. Og þær munu alltaf frekar laðast fram í menningu þar sem opið samtal er ástundað af krafti, ekkert form mannlegrar þekkingar hundsað og raddir ekki þaggaðar. Þannig tekst okkur betur að halda hvert öðru ábyrgu um leið og við þrengjum ekki heimildavalið í leit að svörum. Í þessu ljósi skil ég orð meistarans frá Nasaret: Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls. Höfundur er sálgætir og siðfræðingur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar