Lögreglan hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt en töluvert var um umferðaróhöpp. Mikil hálka var á höfuðborgarsvæðinu og bíll valt meðal annars á Hólmsheiði. Ökumaðurinn slapp blessunarlega ómeiddur.
Þá var ekið á ljósastaur í Mosfellsbæ en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Tildrög slyssins eru ekki ljós. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fólksbifreið og flutningabíll skullu saman í Kollafirði með þeim afleiðingum að flutningsbifreiðin endaði utan vegar og valt. Ökumaður flutningabifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Flestir ökumanna voru stöðvaðir í Hlíðunum og í einhverjum tilvikum var um ítrekuð brot ökumanna að ræða.
Þá skemmdust bifreiðar töluvert eftir árekstur í Garðabænum í gærkvöldi en ökumenn sluppu komust klakklaust af.