Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 16:06 Þórður Már Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Festi vegna ásakana um kynferðisbrot. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18