Anti-vaxxerar og hjörðin Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar búið er að draga þjóð í dilka, er samræðum svo gott sem lokið. Ef þú hugsar ekki eins og ég hlýtur þú að vera annað hvort illa gefinn eða illa innrættur og mér gæti í raun stafað ógn af því að umgangast þig yfir höfuð. Þeir sem hika við eða hafna bólusetningu við Covid eru endemis vitleysingar og ógn við samfélagið og þeir sem fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og mæta stundvíslega í sprauturnar eru ekkert nema hjörð sem hlýðir án nokkurrar gagnrýnnar hugsunar. Við erum góð í þessum leik. Þegar langdregnir erfiðleikar ganga yfir förum við að því er virðist ósjálfrátt í þann gír að leita að blórabögglum og skipta okkur sjálfum og öðrum í góða og vonda liðið. Blæbrigðin eru ýmis en útkoman oft svipuð. Við fyllumst réttlátri reiði út í þá sem neita að skilja heiminn eins og við og setjum okkur á háan hest þaðan sem útsýnið á “hina” er þægilegt. Nú tveimur árum eftir að fyrstu Kóvid fréttir fóru að berast eru allir orðnir hundleiðir á faraldrinum og þeim áhrifum sem aðgerðir gegn honum hafa haft á daglegt líf. Auk þeirra sem lent hafa illa í veirunni sjálfri eru ótalmargir sem eru orðnir langþreyttir á alltof miklu vinnuálagi, tekjumissi eða atvinnuleysi, endurteknum truflunum á skólagöngu og eðlilegum samskiptum við jafnaldra, biðlistum eftir almennri læknis-og sérfræðiþjónustu, fjölda- og fjarlægðartakmörkunum, óvissu, einsemd, heilsukvíða og krónískri streitu. Undir svona kringumstæðum ætti ekki að koma á óvart að fjölmiðlar fyllist af einfölduðum yfirlýsingum um þá sem taldir eru viðhalda vandræðunum og að fólk leyfi sér að segja hluti um “hina” á samfélagsmiðlum sem það myndi vonandi hika við að segja augliti til auglitis í beinum samræðum við fólkið sjálft. Eflaust eru dilkarnir sem við drögum hvert annað í til þess fallnir að einfalda flókinn veruleika. Okkur líður oft betur þegar við getum skýrt hlutina á einfaldan hátt fyrir okkur sjálfum og það er erfitt að hugsa til lengdar um stór og snúin vandamál sem fólk upplifir á ólíkan hátt. “Réttu” skoðanirnar okkar mótast oftar en ekki af okkar eigin reynslu, heimsmynd og lífsgildum, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og við reynum svo af megni að finna upplýsingar sem staðfesta það sem okkur finnst eðlilegast að gera. Ofan á þetta bætist að fólkið með sterkustu skoðanirnar hefur jafnan hæst og síður heyrist frá þeim sem er minna heitt í hamsi. Fæstum finnst þægilegt að hafa rangt fyrir sér og við eigum oft glettilega erfitt með að nálgast samræður við þá sem við erum ósammála með opnum hug og vilja til að hlusta. Og þá meina ég ekki að hlusta til þess eins að koma með enn betri mótrök, heldur virkilega hlusta. Dilkarnir eru hins vegar lítið annað er tálsýn og í raun eru flest okkar einhvers staðar á miðju túni. Fólkið sem þegið hefur bólusetningu er eins misjafnt og það fólk sem ekki hefur mætt. Margir hafa álitið bólusetningu bæði lífsbjörg og samfélagsskyldu á meðan aðrir létu til leiðast svona helst til að komast aftur í ferðalög til útlanda. Sumir klöppuðu í Laugardalshöll þegar stemningin fyrir endalokum faraldursins reis sem hæst á meðan aðrir sátu þar með kjánahroll yfir fagnaðarlátunum. Sumir höfnuðu bólusetningu frá upphafi vegna vantrausts á starfsemi og áhrifum lyfjafyrirtækja og aðrir hafa hikað og kosið að bíða aðeins á meðan aukaverkanir eru enn að koma í ljós. Sumir hafa ekki mætt af því að þeir hafa nú þegar myndað ónæmissvar við Kóvid og sumir hafa smitast af veirunni og drifið sig samt sem áður í þrjár sprautur. Sumum þeirra sem lentu illa í Kóvidveikinni sjálfri þykir vont að sjá aðra hafna bólusetningu og þeim sem upplifað hafa slæmar aukaverkanir eftir bólusetningar þykir erfitt að sjá fólk fjalla um þær gagnrýnislaust. Margir eru svo einhvers staðar þarna á milli og finna sig ekki í einu liði frekar en öðru. Kannski væri ágætt að draga núna andann djúpt. Og svo gætum við reynt að mæta nýju ári - og hverju öðru - með örlítilli auðmýkt, almennri yfirvegun og aðeins meiri viðleitni til að skilja ólík sjónarmið. Við töpum engu á því nema dómhörkunni. Höfundur er ráðgjafarsálfræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar