Banaslys á sjó! Svanur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2022 08:31 Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Slysavarnir Vinnuslys Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun