Banaslys á sjó! Svanur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2022 08:31 Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Slysavarnir Vinnuslys Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 er fimmta árið í röð án þess að það verði banaslys á sjó hér við Ísland. Því ber að fagna og við Íslendingar getum sannarlega glaðst yfir því hve mjög viðhorf til öryggismála hafa batnað á síðustu áratugum. Fyrir daga kvótakerfisins og í kjölfar skuttogaravæðingar fórust allt að 11 manns á sjó á hverju ári og allt upp í 65 manns árið 1973. Það var fyrst árið 2008 sem enginn fórst við sjómennsku hér við land. Það er mér í fersku minni að menn sögðu einfaldlega að sjómennskan væri hættulegt starf og sjómenn ættu að fara varlega. Lítið væri við þessu að gera. Með aflamarkskerfinu fækkaði lélegum bátum og asinn við að fiska sem mest minnkaði og sjómenn fóru að huga að því að taka fastsettan afla á sem hagkvæmastan hátt. Þeim dögum fækkaði sem verið var að í vitlausu veðri. Nú var hægt að bíða þar til veður slotaði. Breytingarnar voru miklar og eftir 1994 fækkaði sjósköðum verulega og nú er svo komið að enginn hefur farist á sjó síðastliðin fimm ár. Þessu hljóta menn að fagna um allt land. Fast þeir sóttu sjóinn Tímabilið fyrir daga aflamarksins einkenndist af ofurkappi við að ná sem mestum afla á sem stystum tíma og kostaði það mörg mannslíf. Sóknarmark var hluti af þessu tímabili og kallaði á kapp á milli báta. Þeir sem náðu flestum tonnum voru heiðraðir á sjómannadaginn eftir að menn lutu höfði í stuttri þögn til að minnast þeirra sem drukknuðu um veturinn. Ekkert var spurt um verðmæti eða gæði aflans. Við búum á þeim hluta jarðarinnar þar sem veður eru válynd og koma okkur oft á óvart. Bátarnir okkar hafa stækkað og orðið öruggari, tölurnar tala sínu máli. Stóru fullkomnu veiðiskipin fara betur með mannskapinn og skila betri gæðum. Í dag gerum við út fullkomnustu fiskiskip í heimi og fyrir þá sem þau skoða er upplifunin eins og að skoða geimskip úr stjörnustríðsmyndunum. En um leið erum við með reglur um báta sem eru með sérstök veiðileyfi og fá afslátt á kvótaútreikning við línuveiðar ef þeir eru minni en 15 metrar. Að ógleymdum handfærabátunum. Trillur með rúllur sem bara mega fara á sjó yfir sumarmánuðina sem betur fer. Þessir bátar, sem eru undir 15 metrum, veita ekki sama öryggi og stóru skipin. Reisum minnismerki Íslenski sjómenn eru útverðir þessa lands og hafa skapað mikil verðmæti fyrir okkar þjóð. Þeim er sómi sýndur með minnisvörðum víða um land og í kirkjugörðum má finna legsteina margra sjómanna sem drukknað hafa við Ísland. Margir hafa aldrei komist þangað. En þekkir núverandi kynslóð þessa sögu? Minn draumur er að sjá veglegt minnismerki í höfuðborginni sem minnir á þessa sögu. Verkið myndi vísa út til sjávar, til þeirra sem eru þar enn og þeirra sem fundust og komust í vígða mold. Slíkt verk getum við sem eftir lifum notað til að votta þeim virðingu okkar og um leið minnt gesti sem hingað koma á hvað það er að vera Íslendingur og hvaða fórnir fyrri kynslóðir hafa fært. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun