„Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“ Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:07 Það er stutt á milli tveggja bústaða við Elliðavatn, sem hafa hvor um sig brunnið til grunna með um viku millibili. Varla tilviljun, segir slökkviliðið. Vísir/Egill Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð. Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18