Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 21:38 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“ Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“
Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16