Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 12:16 Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Vísir/Friðrik Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira