Mikill erill hjá lögreglu: Hnífstungur, gróðureldar, flugeldaslys og innbrot Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 10:07 Í Garðabæ var tilkynnt um flugeldaslys þar sem sextán ára barn varð fyrir því að flugeldur sprakk nærri honum og er hann hann nokkuð mikið brenndur. Vísir/Egill Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær og til klukkan níu í morgun. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Í tilkynningu frá lögreglu segir að níu séu nú vistaðir í fangaklefum lögreglunnar. Tilkynnt var um tvær hnífstungur í nótt. Sú fyrri var klukkan fjögur í nótt þar sem tilkynning barst um mann sem hafði reynt að stinga mann með tveimur hnífum í hverfi 102. „Tilkynnanda tókst að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandi handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Skömmu fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um aðra hnífstungu, þá í hverfi 108. „Á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásaraðili var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.“ Var kominn hálfur inn í íbúðina Lögregla var einnig kölluð út vegna innbrota, meðal annars í verslun á Laugaveginum þar sem rúða hafði verið brotin og farið inn og stolið þremur úlpum. Einnig var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni í hverfi 108. Skömmu eftir miðnætti við tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Þar hafði húsráðandi komið að manninum þar sem hann var búinn að brjóta rúðu og var kominn hálfur inn í íbúðina. „Gerandi kom sér í burtu á tveimur jafnfljótum og er málið í rannsókn.“ Reyndi að sparka upp hurð Upp úr klukkan eitt var tilkynnt um mann að sparka upp hurð hjá nágranna þess sem hringdi á lögreglu í hverfi 105. „Þar reyndist vera á ferðinni ofurölvi einstaklingur sem var að fara húsavillt. Hann færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus.“ Auk þess þurfti lögregla að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að flugeldum, gróðureldum og fleiru. Segir meðal annars frá nokkrum flugeldaslysum og að flugeldar hafi farið inn um glugga í nokkrum húsum og sprungið. Lögreglumál Reykjavík Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að níu séu nú vistaðir í fangaklefum lögreglunnar. Tilkynnt var um tvær hnífstungur í nótt. Sú fyrri var klukkan fjögur í nótt þar sem tilkynning barst um mann sem hafði reynt að stinga mann með tveimur hnífum í hverfi 102. „Tilkynnanda tókst að læsa sig inni í íbúð sinni og var gerandi handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Skömmu fyrir klukkan fimm var svo tilkynnt um aðra hnífstungu, þá í hverfi 108. „Á vettvangi kom í ljós að brotaþolar voru tveir og var árásaraðili handtekinn á vettvangi. Brotaþolar fluttir á slysadeild til aðhlynningar og eru ekki taldir vera í lífshættu. Árásaraðili var að lokinni aðhlynningu á Bráðadeild vistaður í fangageymslu lögreglu.“ Var kominn hálfur inn í íbúðina Lögregla var einnig kölluð út vegna innbrota, meðal annars í verslun á Laugaveginum þar sem rúða hafði verið brotin og farið inn og stolið þremur úlpum. Einnig var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni í hverfi 108. Skömmu eftir miðnætti við tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Þar hafði húsráðandi komið að manninum þar sem hann var búinn að brjóta rúðu og var kominn hálfur inn í íbúðina. „Gerandi kom sér í burtu á tveimur jafnfljótum og er málið í rannsókn.“ Reyndi að sparka upp hurð Upp úr klukkan eitt var tilkynnt um mann að sparka upp hurð hjá nágranna þess sem hringdi á lögreglu í hverfi 105. „Þar reyndist vera á ferðinni ofurölvi einstaklingur sem var að fara húsavillt. Hann færður á lögreglustöð til viðræðna og var síðan laus.“ Auk þess þurfti lögregla að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að flugeldum, gróðureldum og fleiru. Segir meðal annars frá nokkrum flugeldaslysum og að flugeldar hafi farið inn um glugga í nokkrum húsum og sprungið.
Lögreglumál Reykjavík Áramót Tengdar fréttir „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. 1. janúar 2022 07:19