Fundurinn hefst klukkan 10 og horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.
Gestir fundarins verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir frá embætti landlæknis, Sigríður Dóra Magnúsdóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þá mæta Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Sigurður Kári Árnason, Ásthildur Knútsdóttir og Milla Ósk Magnúsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu.
Sóttvarnalæknir gaf grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára fyrr í mánuðinum og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót.