Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 23:19 Sigurdór Sigurdórsson syngur Þórsmerkurljóðið fræga í sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990. Skjáskot/Stöð 2. Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni: Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni:
Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira