Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:48 Útgáfu Apple Daily var hætt í júní eftir að öryggissveitir í Hong Kong handtóku starfsmenn, frystu eignir og gerðu húsleit í höfuðstöðvum blaðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu. Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46