Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:48 Útgáfu Apple Daily var hætt í júní eftir að öryggissveitir í Hong Kong handtóku starfsmenn, frystu eignir og gerðu húsleit í höfuðstöðvum blaðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu. Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46