Hópsmit hafi verið tímaspursmál Árni Sæberg skrifar 28. desember 2021 00:06 Ætluð hágæslurými eru nú nýtt sem geymslur Tómas Guðbjartsson Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. Tómas Guðbjartsson birti í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu mála og vanþóknun sinni á málflutningi þeirra sem segja ómíkronafbrigði kórónuveirunnar eingöngu saklaust kvef sem engan skaði. Pistillinn ber yfirskriftina „Varasamur varaþingmaður og vinir á villigötum“, þar vísar Tómas til Arnars Þórs Jónssonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ekki möguleiki að hindra smit alveg Í samtali við Vísi segir Tómas það hafa verið tímaspursmál hvenær upp kæmi hópsmit innan veggja Landspítalans. Um stærsta vinnustað landsins sé að ræða þar sem mikill fjöldi fólks komi til vinnu auk þess að mikill fjöldi sjúklinga og aðstandenda þeirra komi þar inn. Því hafi verið ómöguleiki að hindra það að smit bærust inn á spítalann. Þá segir hann að jafnvel fyrir hópsmitið sem upp kom í dag hafi róðurinn verið orðinn þungur. Mikill fjöldi starfsmanna sé ýmist smitaður af kórónuveirunni eða í sóttkví. Þó hafi hver einasti gluggi verið nýttur til að koma mikilvægum hjartaaðgerðum að og mikið álag verið síðustu. Þá séu jóladagur og annar í jólum alltaf stórir dagar á hjartadeildinni þar sem fólk geri vel við sig í mat, sem er oft og tíðum mjög saltur, yfir hátíðirnar. Nú hefur hjartadeildinni verið lokað vegna hópsmitsins og því eru svokallaðar hálfbráðaaðgerðir komnar á bið. Tómas segir þó að bráðahjartaaðgerðum sé alltaf sinnt þegar fólk kemur inn á spítalann með lífshættulega sjúkdóma. „Hjartadeildin er eitt af stóru líffærunum í spítalanum, ef slík deild lokar er það bara meiriháttar líffærabilun,“ segir hann. Ekki sé hægt að sleppa veirunni einfaldlega lausri Tómas bendir á það að ekki sé hægt að sleppa kórónuveirunni lausri líkt og sumir virðist vilja. Sjúklingar sem eru inniliggjandi á spítalunum megi ekki við því að smitast ofan í sín veikindi. Annað og ekki síður alvarlegt, sem nú gerist í vaxandi mæli, sé að starfsfólk spítalans smitist eða verði útsettir fyrir smiti. Hann finni mikið fyrir því hjá sínum samstarfsfélögum á hjartadeildinni. „Þetta er ekki bara Covid, en það er slatti af starfsfólki sem hefur fengið Covid eða verið í nánum tengslum við sjúklinga með Covid og þess vegna settir í sóttkví. Skiljanlega, því ekki viltu koma í vinnuna og smita aðra, sjúklinga sérstaklega,“ segir Tómas. Þetta sé orðið mikið vandamál og þeir sem geti unnið þurfi að vinna mikið þar sem deildin hefur verið löskuð vegna veikinda Skoðanaskipti þurfi að vera byggð á rökum Hann segir umræðu undanfarinna daga koma illa við sig. „Það er fínt að hafa frjáls skoðanaskipti en þau verða að vera byggð á rökum. Bæði þessi pistill hjá Þórdísi Reykfjörð og sérstaklega það sem Arnar Þór Jónsson er að skrifa finnst mér náttúrulega bara alveg út úr kú,“ segir Tómas. Þar nefnir hann meðal annars skrif Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í áramótapistli hennar í Kjarnanum. Þar segir hún að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu. Tómas segist skilja afstöðu Þórdísar Kolbrúnar en segir þó að við séum einfaldlega ekki í aðstöðu til að aflétta takmörkunum. Í því sambandi nefnir hann svokölluð hágæslurými sem séu góð hugmynd en gangi ekki upp sökum manneklu á spítalanum. Þau rými sem sett hafi verið upp sem hágæslurými standi tóm þar sem ekki finnist starfsfólk til að manna þau. Þetta rými á að heita hágæslurými en minnir frekar á geymslu.Tómas Guðbjartsson „Það er ekki nóg að hafa skip og veiðarfæri, það þarf líka áhöfn til að geta róið og fiskað. Svona skip liggur bara við bryggju,“ segir Tómas um hágæslurýmin. Ástæða þess að rýmin séu enn nýtt sem geymslur og að tappi hafi myndast á gjörgæslu Landspítalans sé einföld. Það vanti starfsfólk. „Lausnin á því er ekki fleiri skýrslur, erlendir ráðgjafar eða fundir, heldur betri kjör sem lokka aftur á sjúkrahúsið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem horfið hafa til annarra starfa. Stundum eru lausnir óþægilega einfaldar - og það beint af býli,“ segir hann. Markmiðið sé að vernda alla Að lokum biður Tómas um að fólk sé raunveruleikatengt. Þangað til búið sé að laga hlutina á spítalanum sé ekki endalaust hægt að vísa til frelsis og að stóri bróðir sé að fylgjast með. „Að mínu mati getur frelsi einstaklings aldrei gengið á frelsi annarra, það er ekki frelsi að sleppa smituðum út í þjóðfélagið. Þú ferð út í búð og þar er einhver sem er nýbúinn í krabbameinslyfjameðferð eða er á sterum vegna alvarlegs sjúkdóms og hann getur bara verið í lífshættu. Það er staðreynd. Það er bara þannig,“ segir hann. Í okkar samfélagi sé markmiðið að vernda alla, ekki bara þá sterku. Pistil Tómasar Guðbjartssonar má lesa í heild sinni hér að neðan: Geggjað að lesa Moggann í morgun og fá staðfestingu á því að omicron sé bara saklaust kvef - enda lítið mál að hrista af sér smá veirupest! Samt liggur fárveikt fólk á gjörgæslunni hjá okkur og enn fleiri á smitsjúkdómadeild - þar sem þeim bara fjölgar, þar sem undanþágugigg á Þorláksmessu hafa varla hjálpað til. Verra er að starfsfólk spítalans er að veikjast í hrönnum og mörg teymi og deildir að sligast undir álagi - álagi sem fyrir jól var ærið. Sjálfur hef ég verið í vinnunni sleitulaust í 10 daga og man ekki annað eins á mínum 30 árum sem læknir. Áðan kom síðan upp hópsmit á hjartadeild, sem er stærsta legudeild sjúkrahússins. Sjúklingar þeirrar deildar mega illa við Covid-sýkingu ofan á alvarlegan hjartasjúkdóm - og því skiljanlegt að skynsamur sóttvarnalæknir reyni að bremsa faraldurinn með viðurkenndum aðferðum. Þetta virðast sumir þingmenn og ráðherrar bara alls ekki skilja - og eru sífellt að vísa í frelsi einstaklingins og að stóri bróðir sé að taka yfir sjoppuna. Síðan hvenær getur frelsi einstaklings gengið út yfir frelsi annarra? Það eru jú mannréttindi að sýkjast ekki af sjúkdómi sem getur verið banvænn - sérstaklega ef maður er veikur fyrir. Eða viljum við búa í samfélagi þar sem aðeins þeir sterkustu lifa af? Af hverju skyldu öll lönd í kringum okkur fara leið sóttvarna og verja heilbrigðiskerfi sín? Eru engin mannréttindi þar á bæ - og þeir bara hreinir vitleysingar? Eða eiga þeir ekki varaþingmenn og fyrrverandi héraðsdómara eins og Arnar Þór Jónsson, sem sífellt beitir fyrir sig bulli og fer síðan í mál við fólk sem hefur heilbrigðari skynsemi en hann sjálfur. Allt til að skora pólitískar keilur að hætti Trump. Varasamur varaþingmaður það - sem greinilega hefur aðra hagsmuni í heiðri en heildarinnar. ps. læt fylgja með brakandi ferskar myndir af hágæslurými gjörgæslunnar við Hringbraut, stofu 1. Hún er enn nýtt sem geymsla (hátæknigeymsla!), enda þótt ráðherra og almenningur haldi annað. Ástæðan er einföld - það vantar starfsfólk. Lausnin á því felst ekki í fleiri skýrslum, erlendum ráðgjöfum eða fundum, heldur kjarabótum sem lokka aftur á sjúkrahúsið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem horfið hafa til annarra starfa. Stundum eru lausnir óþægilega einfaldar - ekki síst þær sem kom beint af býli. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Tómas Guðbjartsson birti í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu mála og vanþóknun sinni á málflutningi þeirra sem segja ómíkronafbrigði kórónuveirunnar eingöngu saklaust kvef sem engan skaði. Pistillinn ber yfirskriftina „Varasamur varaþingmaður og vinir á villigötum“, þar vísar Tómas til Arnars Þórs Jónssonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ekki möguleiki að hindra smit alveg Í samtali við Vísi segir Tómas það hafa verið tímaspursmál hvenær upp kæmi hópsmit innan veggja Landspítalans. Um stærsta vinnustað landsins sé að ræða þar sem mikill fjöldi fólks komi til vinnu auk þess að mikill fjöldi sjúklinga og aðstandenda þeirra komi þar inn. Því hafi verið ómöguleiki að hindra það að smit bærust inn á spítalann. Þá segir hann að jafnvel fyrir hópsmitið sem upp kom í dag hafi róðurinn verið orðinn þungur. Mikill fjöldi starfsmanna sé ýmist smitaður af kórónuveirunni eða í sóttkví. Þó hafi hver einasti gluggi verið nýttur til að koma mikilvægum hjartaaðgerðum að og mikið álag verið síðustu. Þá séu jóladagur og annar í jólum alltaf stórir dagar á hjartadeildinni þar sem fólk geri vel við sig í mat, sem er oft og tíðum mjög saltur, yfir hátíðirnar. Nú hefur hjartadeildinni verið lokað vegna hópsmitsins og því eru svokallaðar hálfbráðaaðgerðir komnar á bið. Tómas segir þó að bráðahjartaaðgerðum sé alltaf sinnt þegar fólk kemur inn á spítalann með lífshættulega sjúkdóma. „Hjartadeildin er eitt af stóru líffærunum í spítalanum, ef slík deild lokar er það bara meiriháttar líffærabilun,“ segir hann. Ekki sé hægt að sleppa veirunni einfaldlega lausri Tómas bendir á það að ekki sé hægt að sleppa kórónuveirunni lausri líkt og sumir virðist vilja. Sjúklingar sem eru inniliggjandi á spítalunum megi ekki við því að smitast ofan í sín veikindi. Annað og ekki síður alvarlegt, sem nú gerist í vaxandi mæli, sé að starfsfólk spítalans smitist eða verði útsettir fyrir smiti. Hann finni mikið fyrir því hjá sínum samstarfsfélögum á hjartadeildinni. „Þetta er ekki bara Covid, en það er slatti af starfsfólki sem hefur fengið Covid eða verið í nánum tengslum við sjúklinga með Covid og þess vegna settir í sóttkví. Skiljanlega, því ekki viltu koma í vinnuna og smita aðra, sjúklinga sérstaklega,“ segir Tómas. Þetta sé orðið mikið vandamál og þeir sem geti unnið þurfi að vinna mikið þar sem deildin hefur verið löskuð vegna veikinda Skoðanaskipti þurfi að vera byggð á rökum Hann segir umræðu undanfarinna daga koma illa við sig. „Það er fínt að hafa frjáls skoðanaskipti en þau verða að vera byggð á rökum. Bæði þessi pistill hjá Þórdísi Reykfjörð og sérstaklega það sem Arnar Þór Jónsson er að skrifa finnst mér náttúrulega bara alveg út úr kú,“ segir Tómas. Þar nefnir hann meðal annars skrif Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í áramótapistli hennar í Kjarnanum. Þar segir hún að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu. Tómas segist skilja afstöðu Þórdísar Kolbrúnar en segir þó að við séum einfaldlega ekki í aðstöðu til að aflétta takmörkunum. Í því sambandi nefnir hann svokölluð hágæslurými sem séu góð hugmynd en gangi ekki upp sökum manneklu á spítalanum. Þau rými sem sett hafi verið upp sem hágæslurými standi tóm þar sem ekki finnist starfsfólk til að manna þau. Þetta rými á að heita hágæslurými en minnir frekar á geymslu.Tómas Guðbjartsson „Það er ekki nóg að hafa skip og veiðarfæri, það þarf líka áhöfn til að geta róið og fiskað. Svona skip liggur bara við bryggju,“ segir Tómas um hágæslurýmin. Ástæða þess að rýmin séu enn nýtt sem geymslur og að tappi hafi myndast á gjörgæslu Landspítalans sé einföld. Það vanti starfsfólk. „Lausnin á því er ekki fleiri skýrslur, erlendir ráðgjafar eða fundir, heldur betri kjör sem lokka aftur á sjúkrahúsið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem horfið hafa til annarra starfa. Stundum eru lausnir óþægilega einfaldar - og það beint af býli,“ segir hann. Markmiðið sé að vernda alla Að lokum biður Tómas um að fólk sé raunveruleikatengt. Þangað til búið sé að laga hlutina á spítalanum sé ekki endalaust hægt að vísa til frelsis og að stóri bróðir sé að fylgjast með. „Að mínu mati getur frelsi einstaklings aldrei gengið á frelsi annarra, það er ekki frelsi að sleppa smituðum út í þjóðfélagið. Þú ferð út í búð og þar er einhver sem er nýbúinn í krabbameinslyfjameðferð eða er á sterum vegna alvarlegs sjúkdóms og hann getur bara verið í lífshættu. Það er staðreynd. Það er bara þannig,“ segir hann. Í okkar samfélagi sé markmiðið að vernda alla, ekki bara þá sterku. Pistil Tómasar Guðbjartssonar má lesa í heild sinni hér að neðan: Geggjað að lesa Moggann í morgun og fá staðfestingu á því að omicron sé bara saklaust kvef - enda lítið mál að hrista af sér smá veirupest! Samt liggur fárveikt fólk á gjörgæslunni hjá okkur og enn fleiri á smitsjúkdómadeild - þar sem þeim bara fjölgar, þar sem undanþágugigg á Þorláksmessu hafa varla hjálpað til. Verra er að starfsfólk spítalans er að veikjast í hrönnum og mörg teymi og deildir að sligast undir álagi - álagi sem fyrir jól var ærið. Sjálfur hef ég verið í vinnunni sleitulaust í 10 daga og man ekki annað eins á mínum 30 árum sem læknir. Áðan kom síðan upp hópsmit á hjartadeild, sem er stærsta legudeild sjúkrahússins. Sjúklingar þeirrar deildar mega illa við Covid-sýkingu ofan á alvarlegan hjartasjúkdóm - og því skiljanlegt að skynsamur sóttvarnalæknir reyni að bremsa faraldurinn með viðurkenndum aðferðum. Þetta virðast sumir þingmenn og ráðherrar bara alls ekki skilja - og eru sífellt að vísa í frelsi einstaklingins og að stóri bróðir sé að taka yfir sjoppuna. Síðan hvenær getur frelsi einstaklings gengið út yfir frelsi annarra? Það eru jú mannréttindi að sýkjast ekki af sjúkdómi sem getur verið banvænn - sérstaklega ef maður er veikur fyrir. Eða viljum við búa í samfélagi þar sem aðeins þeir sterkustu lifa af? Af hverju skyldu öll lönd í kringum okkur fara leið sóttvarna og verja heilbrigðiskerfi sín? Eru engin mannréttindi þar á bæ - og þeir bara hreinir vitleysingar? Eða eiga þeir ekki varaþingmenn og fyrrverandi héraðsdómara eins og Arnar Þór Jónsson, sem sífellt beitir fyrir sig bulli og fer síðan í mál við fólk sem hefur heilbrigðari skynsemi en hann sjálfur. Allt til að skora pólitískar keilur að hætti Trump. Varasamur varaþingmaður það - sem greinilega hefur aðra hagsmuni í heiðri en heildarinnar. ps. læt fylgja með brakandi ferskar myndir af hágæslurými gjörgæslunnar við Hringbraut, stofu 1. Hún er enn nýtt sem geymsla (hátæknigeymsla!), enda þótt ráðherra og almenningur haldi annað. Ástæðan er einföld - það vantar starfsfólk. Lausnin á því felst ekki í fleiri skýrslum, erlendum ráðgjöfum eða fundum, heldur kjarabótum sem lokka aftur á sjúkrahúsið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem horfið hafa til annarra starfa. Stundum eru lausnir óþægilega einfaldar - ekki síst þær sem kom beint af býli.
Geggjað að lesa Moggann í morgun og fá staðfestingu á því að omicron sé bara saklaust kvef - enda lítið mál að hrista af sér smá veirupest! Samt liggur fárveikt fólk á gjörgæslunni hjá okkur og enn fleiri á smitsjúkdómadeild - þar sem þeim bara fjölgar, þar sem undanþágugigg á Þorláksmessu hafa varla hjálpað til. Verra er að starfsfólk spítalans er að veikjast í hrönnum og mörg teymi og deildir að sligast undir álagi - álagi sem fyrir jól var ærið. Sjálfur hef ég verið í vinnunni sleitulaust í 10 daga og man ekki annað eins á mínum 30 árum sem læknir. Áðan kom síðan upp hópsmit á hjartadeild, sem er stærsta legudeild sjúkrahússins. Sjúklingar þeirrar deildar mega illa við Covid-sýkingu ofan á alvarlegan hjartasjúkdóm - og því skiljanlegt að skynsamur sóttvarnalæknir reyni að bremsa faraldurinn með viðurkenndum aðferðum. Þetta virðast sumir þingmenn og ráðherrar bara alls ekki skilja - og eru sífellt að vísa í frelsi einstaklingins og að stóri bróðir sé að taka yfir sjoppuna. Síðan hvenær getur frelsi einstaklings gengið út yfir frelsi annarra? Það eru jú mannréttindi að sýkjast ekki af sjúkdómi sem getur verið banvænn - sérstaklega ef maður er veikur fyrir. Eða viljum við búa í samfélagi þar sem aðeins þeir sterkustu lifa af? Af hverju skyldu öll lönd í kringum okkur fara leið sóttvarna og verja heilbrigðiskerfi sín? Eru engin mannréttindi þar á bæ - og þeir bara hreinir vitleysingar? Eða eiga þeir ekki varaþingmenn og fyrrverandi héraðsdómara eins og Arnar Þór Jónsson, sem sífellt beitir fyrir sig bulli og fer síðan í mál við fólk sem hefur heilbrigðari skynsemi en hann sjálfur. Allt til að skora pólitískar keilur að hætti Trump. Varasamur varaþingmaður það - sem greinilega hefur aðra hagsmuni í heiðri en heildarinnar. ps. læt fylgja með brakandi ferskar myndir af hágæslurými gjörgæslunnar við Hringbraut, stofu 1. Hún er enn nýtt sem geymsla (hátæknigeymsla!), enda þótt ráðherra og almenningur haldi annað. Ástæðan er einföld - það vantar starfsfólk. Lausnin á því felst ekki í fleiri skýrslum, erlendum ráðgjöfum eða fundum, heldur kjarabótum sem lokka aftur á sjúkrahúsið gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem horfið hafa til annarra starfa. Stundum eru lausnir óþægilega einfaldar - ekki síst þær sem kom beint af býli.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira