Alexander Petersson og Elvar Örn Jónsson skoruðu eitt mark hvor í eins marks útisigri MT Melsungen á Füchse Berlin, lokatölur 29-28. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.
Arnór Þór Gunnarsson var frábær er Bergischer vann eins marks útisigur á Hamburg, lokatölur 26-27. Hann var markahæstur í liði Bergischer með sex mörk.
Þá komst Ýmir Örn Gíslason ekki á blað er Rhein-Neckar Löwen tapaði með sex marka mun gegn Hannover-Burgdorf á heimavelli, lokatölur 25-31.
Mesungen er í 7. sæti með 20 stig, Löwen er í 13. sæti með 14 stig og Bergischer er í 14. sæti með 13 stig.
Í B-deildinni átti Arnar Birkir Hálfdánarson góðan leik í liði Aue er liðið vann gríðar mikilvægan sigur á Desseauer. Arnar Birkir var tveggja markahæstu leikmanna Aue í leiknum með sex mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar.
Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson lék ekki með Aue í dag sem er áfram í 18. og þriðja næsta sæti þýsku B-deildarinnar með 13 stig.
Í Danmörku varði Ágúst Elí Björgvinsson 10 skot í marki Kolding er liðið tapaði með fjögurra marka mun á heimavelli gegn Fredericia, 27-31.