Þetta hefur Morgunblaðið eftir Skúla Jónssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einn hafa verið handtekinn vegna heimilisofbeldismáls og annan vera eftirlýstan vegna máls sem upp kom í gær. Sá hafi verið horfinn á brott þegar lögregla kom á vettvang.
Jafnframt var farið í ellefu útköll vegna ágreinings skyldra eða tengdra aðila. Í einu þeirra var einn handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.