Um kristna menningu (hugleiðingar um jól) Haukur Arnþórsson skrifar 27. desember 2021 11:01 Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Jól Trúmál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar