Um kristna menningu (hugleiðingar um jól) Haukur Arnþórsson skrifar 27. desember 2021 11:01 Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Jól Trúmál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun