Afnám ívilnuna tengiltvinnbíla er skref afturábak og slæm áhrif til framtíðar. Jóhannes Jóhannesson skrifar 26. desember 2021 16:30 Í ítarlegum svörum fjármála – og efnahagsráðuneytisins við umsögnum um virðisaukaskatt er settar fram röksemdafærslur sem Bílgreinasambandið gerir athugasemdir við og er margan hátt mikil einföldun og áhrif afnáms ívilnana á þessum tímapunkti er verulega vanmetnar af stjórnvöldum. Það er ljóst að hraðvirkar lausnir eru nauðsynlegar í loftlagsmálum og samgöngur á landi eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á koltvísýringslosun þó hann sé ekki sá eini. Það var hins vegar ljóst að aðgerðir til orkuskipta hvað varðar fólksbíla væru nokkuð einfaldar miðað við aðra kosti (þungaflutninga, skip og flugvélar) Tekin voru afgerandi skref í þá átt árið 2011 með breytingum á vörugjaldakerfinu með áherslur á koltvísýringslosun og síðar virðisaukaskattsívilnun rafbíla og tengiltvinnbíla hafði lítil sem engin áhrif fyrstu árin enda framboð tengiltvinn- og rafmagnsbíla lítið sem ekkert. Frá 2016 eykst úrval tengiltvinnbíla en það er síðan ekki fyrr en árið 2019 sem úrval hreinna rafbíla fer að aukast og þá fyrst taka orkukskiptin á flug á sama tíma. Það má því segja að þær ívilnanir sem stjórnvöld fóru af stað með 2011 hafa í raun ekki haft nein teljandi áhrif fyrr en árið 2019 og eins og bersýnilegt má sjá í grafi um hlutfall nýskráðra fólksbíla eftir orkugjöfum. Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og ekki tekið neitt tilliti til íbúafjölda og fjölda bíla á hverju svæði né til uppbyggingu hleðsluinnviða. Þegar horft er á hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) þá er hlutfall þeirra langhæst á Vestfjörðum og Norðurlandi miðað við landsmeðaltal enda strjálbýlt og vegalengdir miklar. Austurland er með aðeins lægra hlutfall en það skýrist af sérstaklega háu hlutfalli hefðbundinna bensín – og dísel bíla. Þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu, Suðurland og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu sjálfu eru síðan með hæst hlutfall hreinna rafbíla sem skýrist auðveldlega með að drægni dugar fyrir þær vegalengdir sem verið er að keyra og veikir hleðsluinnviðir hafa þá síður áhrif. Í umsögn ráðuneytis að nú sé rétti tíminn til að afnema ívilnanir vegna tengiltvinnbíla og með því velji fleiri að kaupa nýjan rafmagnsbíl og horft sé til Noregs sem „fyrirheitna landið“ í þeim efnum er gríðarleg einföldun á stöðunni og hreinlega röng og alfarið litið fram hjá þeirri staðreynd að hleðsluinnviðir eru langt frá því að vera nægir til að réttlæta þessa ákvörðun enda erum við mörgum árum á eftir Noregi í þeim efnum. Það er einnig mjög undarlegt að sjá að metnaðarfull markmið í loftlagsmálum eru hvergi tekin inn í þessa umræðu sem og þær afleiðingar í formi peninga og álitshnekkis sem af hlytist ef Ísland uppfyllir ekki loforð sín í þeim efnum. Eins og sjá má í dæmum hér að neðan þar sem bornar eru saman 5 algengar tegundir þá mengar hefðbundinn bensín og/eða dísel bíll á bilinu 3 -5 sinnum meira en tengiltvinnbíll. Hvers vegna er ekki horft til þeirrar staðreyndar sætir furðu en það er einfalt að horfa einungis á fjárhagslegu hlið málsins og líta algjörlega framhjá loftlagsmálum Bláa súlan sýnir hefðbundinn bensín/dísel bíl og græna súlan tengiltvinnbíll sömu gerðar. Rauða súlan sýnir mismun losunar á ársgrundvelli. Niðurstaðan af þeirri leið er stjórnvöld völdu að fara í sinni vegferð að hraða orkuskiptum sem mest var og er augljós og er hraði orkuskiptanna miklu meiri en ella hefði orðið. Hins vegar er ljóst að enn er langt í land ef markmið eiga að nást enda eru hreinir rafbílar einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7% eða samanlagt 11,2% og því eru aðrar gerðir orkugjafa enn 88,8% af heildarfjölda fólksbíla. Afnám ívilnana á þessum tímapunkti mun hægja stórlega á hraða orkuskipta. Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í ítarlegum svörum fjármála – og efnahagsráðuneytisins við umsögnum um virðisaukaskatt er settar fram röksemdafærslur sem Bílgreinasambandið gerir athugasemdir við og er margan hátt mikil einföldun og áhrif afnáms ívilnana á þessum tímapunkti er verulega vanmetnar af stjórnvöldum. Það er ljóst að hraðvirkar lausnir eru nauðsynlegar í loftlagsmálum og samgöngur á landi eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á koltvísýringslosun þó hann sé ekki sá eini. Það var hins vegar ljóst að aðgerðir til orkuskipta hvað varðar fólksbíla væru nokkuð einfaldar miðað við aðra kosti (þungaflutninga, skip og flugvélar) Tekin voru afgerandi skref í þá átt árið 2011 með breytingum á vörugjaldakerfinu með áherslur á koltvísýringslosun og síðar virðisaukaskattsívilnun rafbíla og tengiltvinnbíla hafði lítil sem engin áhrif fyrstu árin enda framboð tengiltvinn- og rafmagnsbíla lítið sem ekkert. Frá 2016 eykst úrval tengiltvinnbíla en það er síðan ekki fyrr en árið 2019 sem úrval hreinna rafbíla fer að aukast og þá fyrst taka orkukskiptin á flug á sama tíma. Það má því segja að þær ívilnanir sem stjórnvöld fóru af stað með 2011 hafa í raun ekki haft nein teljandi áhrif fyrr en árið 2019 og eins og bersýnilegt má sjá í grafi um hlutfall nýskráðra fólksbíla eftir orkugjöfum. Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og ekki tekið neitt tilliti til íbúafjölda og fjölda bíla á hverju svæði né til uppbyggingu hleðsluinnviða. Þegar horft er á hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) þá er hlutfall þeirra langhæst á Vestfjörðum og Norðurlandi miðað við landsmeðaltal enda strjálbýlt og vegalengdir miklar. Austurland er með aðeins lægra hlutfall en það skýrist af sérstaklega háu hlutfalli hefðbundinna bensín – og dísel bíla. Þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu, Suðurland og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu sjálfu eru síðan með hæst hlutfall hreinna rafbíla sem skýrist auðveldlega með að drægni dugar fyrir þær vegalengdir sem verið er að keyra og veikir hleðsluinnviðir hafa þá síður áhrif. Í umsögn ráðuneytis að nú sé rétti tíminn til að afnema ívilnanir vegna tengiltvinnbíla og með því velji fleiri að kaupa nýjan rafmagnsbíl og horft sé til Noregs sem „fyrirheitna landið“ í þeim efnum er gríðarleg einföldun á stöðunni og hreinlega röng og alfarið litið fram hjá þeirri staðreynd að hleðsluinnviðir eru langt frá því að vera nægir til að réttlæta þessa ákvörðun enda erum við mörgum árum á eftir Noregi í þeim efnum. Það er einnig mjög undarlegt að sjá að metnaðarfull markmið í loftlagsmálum eru hvergi tekin inn í þessa umræðu sem og þær afleiðingar í formi peninga og álitshnekkis sem af hlytist ef Ísland uppfyllir ekki loforð sín í þeim efnum. Eins og sjá má í dæmum hér að neðan þar sem bornar eru saman 5 algengar tegundir þá mengar hefðbundinn bensín og/eða dísel bíll á bilinu 3 -5 sinnum meira en tengiltvinnbíll. Hvers vegna er ekki horft til þeirrar staðreyndar sætir furðu en það er einfalt að horfa einungis á fjárhagslegu hlið málsins og líta algjörlega framhjá loftlagsmálum Bláa súlan sýnir hefðbundinn bensín/dísel bíl og græna súlan tengiltvinnbíll sömu gerðar. Rauða súlan sýnir mismun losunar á ársgrundvelli. Niðurstaðan af þeirri leið er stjórnvöld völdu að fara í sinni vegferð að hraða orkuskiptum sem mest var og er augljós og er hraði orkuskiptanna miklu meiri en ella hefði orðið. Hins vegar er ljóst að enn er langt í land ef markmið eiga að nást enda eru hreinir rafbílar einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7% eða samanlagt 11,2% og því eru aðrar gerðir orkugjafa enn 88,8% af heildarfjölda fólksbíla. Afnám ívilnana á þessum tímapunkti mun hægja stórlega á hraða orkuskipta. Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar