Afnám ívilnuna tengiltvinnbíla er skref afturábak og slæm áhrif til framtíðar. Jóhannes Jóhannesson skrifar 26. desember 2021 16:30 Í ítarlegum svörum fjármála – og efnahagsráðuneytisins við umsögnum um virðisaukaskatt er settar fram röksemdafærslur sem Bílgreinasambandið gerir athugasemdir við og er margan hátt mikil einföldun og áhrif afnáms ívilnana á þessum tímapunkti er verulega vanmetnar af stjórnvöldum. Það er ljóst að hraðvirkar lausnir eru nauðsynlegar í loftlagsmálum og samgöngur á landi eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á koltvísýringslosun þó hann sé ekki sá eini. Það var hins vegar ljóst að aðgerðir til orkuskipta hvað varðar fólksbíla væru nokkuð einfaldar miðað við aðra kosti (þungaflutninga, skip og flugvélar) Tekin voru afgerandi skref í þá átt árið 2011 með breytingum á vörugjaldakerfinu með áherslur á koltvísýringslosun og síðar virðisaukaskattsívilnun rafbíla og tengiltvinnbíla hafði lítil sem engin áhrif fyrstu árin enda framboð tengiltvinn- og rafmagnsbíla lítið sem ekkert. Frá 2016 eykst úrval tengiltvinnbíla en það er síðan ekki fyrr en árið 2019 sem úrval hreinna rafbíla fer að aukast og þá fyrst taka orkukskiptin á flug á sama tíma. Það má því segja að þær ívilnanir sem stjórnvöld fóru af stað með 2011 hafa í raun ekki haft nein teljandi áhrif fyrr en árið 2019 og eins og bersýnilegt má sjá í grafi um hlutfall nýskráðra fólksbíla eftir orkugjöfum. Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og ekki tekið neitt tilliti til íbúafjölda og fjölda bíla á hverju svæði né til uppbyggingu hleðsluinnviða. Þegar horft er á hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) þá er hlutfall þeirra langhæst á Vestfjörðum og Norðurlandi miðað við landsmeðaltal enda strjálbýlt og vegalengdir miklar. Austurland er með aðeins lægra hlutfall en það skýrist af sérstaklega háu hlutfalli hefðbundinna bensín – og dísel bíla. Þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu, Suðurland og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu sjálfu eru síðan með hæst hlutfall hreinna rafbíla sem skýrist auðveldlega með að drægni dugar fyrir þær vegalengdir sem verið er að keyra og veikir hleðsluinnviðir hafa þá síður áhrif. Í umsögn ráðuneytis að nú sé rétti tíminn til að afnema ívilnanir vegna tengiltvinnbíla og með því velji fleiri að kaupa nýjan rafmagnsbíl og horft sé til Noregs sem „fyrirheitna landið“ í þeim efnum er gríðarleg einföldun á stöðunni og hreinlega röng og alfarið litið fram hjá þeirri staðreynd að hleðsluinnviðir eru langt frá því að vera nægir til að réttlæta þessa ákvörðun enda erum við mörgum árum á eftir Noregi í þeim efnum. Það er einnig mjög undarlegt að sjá að metnaðarfull markmið í loftlagsmálum eru hvergi tekin inn í þessa umræðu sem og þær afleiðingar í formi peninga og álitshnekkis sem af hlytist ef Ísland uppfyllir ekki loforð sín í þeim efnum. Eins og sjá má í dæmum hér að neðan þar sem bornar eru saman 5 algengar tegundir þá mengar hefðbundinn bensín og/eða dísel bíll á bilinu 3 -5 sinnum meira en tengiltvinnbíll. Hvers vegna er ekki horft til þeirrar staðreyndar sætir furðu en það er einfalt að horfa einungis á fjárhagslegu hlið málsins og líta algjörlega framhjá loftlagsmálum Bláa súlan sýnir hefðbundinn bensín/dísel bíl og græna súlan tengiltvinnbíll sömu gerðar. Rauða súlan sýnir mismun losunar á ársgrundvelli. Niðurstaðan af þeirri leið er stjórnvöld völdu að fara í sinni vegferð að hraða orkuskiptum sem mest var og er augljós og er hraði orkuskiptanna miklu meiri en ella hefði orðið. Hins vegar er ljóst að enn er langt í land ef markmið eiga að nást enda eru hreinir rafbílar einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7% eða samanlagt 11,2% og því eru aðrar gerðir orkugjafa enn 88,8% af heildarfjölda fólksbíla. Afnám ívilnana á þessum tímapunkti mun hægja stórlega á hraða orkuskipta. Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í ítarlegum svörum fjármála – og efnahagsráðuneytisins við umsögnum um virðisaukaskatt er settar fram röksemdafærslur sem Bílgreinasambandið gerir athugasemdir við og er margan hátt mikil einföldun og áhrif afnáms ívilnana á þessum tímapunkti er verulega vanmetnar af stjórnvöldum. Það er ljóst að hraðvirkar lausnir eru nauðsynlegar í loftlagsmálum og samgöngur á landi eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á koltvísýringslosun þó hann sé ekki sá eini. Það var hins vegar ljóst að aðgerðir til orkuskipta hvað varðar fólksbíla væru nokkuð einfaldar miðað við aðra kosti (þungaflutninga, skip og flugvélar) Tekin voru afgerandi skref í þá átt árið 2011 með breytingum á vörugjaldakerfinu með áherslur á koltvísýringslosun og síðar virðisaukaskattsívilnun rafbíla og tengiltvinnbíla hafði lítil sem engin áhrif fyrstu árin enda framboð tengiltvinn- og rafmagnsbíla lítið sem ekkert. Frá 2016 eykst úrval tengiltvinnbíla en það er síðan ekki fyrr en árið 2019 sem úrval hreinna rafbíla fer að aukast og þá fyrst taka orkukskiptin á flug á sama tíma. Það má því segja að þær ívilnanir sem stjórnvöld fóru af stað með 2011 hafa í raun ekki haft nein teljandi áhrif fyrr en árið 2019 og eins og bersýnilegt má sjá í grafi um hlutfall nýskráðra fólksbíla eftir orkugjöfum. Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og ekki tekið neitt tilliti til íbúafjölda og fjölda bíla á hverju svæði né til uppbyggingu hleðsluinnviða. Þegar horft er á hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) þá er hlutfall þeirra langhæst á Vestfjörðum og Norðurlandi miðað við landsmeðaltal enda strjálbýlt og vegalengdir miklar. Austurland er með aðeins lægra hlutfall en það skýrist af sérstaklega háu hlutfalli hefðbundinna bensín – og dísel bíla. Þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu, Suðurland og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu sjálfu eru síðan með hæst hlutfall hreinna rafbíla sem skýrist auðveldlega með að drægni dugar fyrir þær vegalengdir sem verið er að keyra og veikir hleðsluinnviðir hafa þá síður áhrif. Í umsögn ráðuneytis að nú sé rétti tíminn til að afnema ívilnanir vegna tengiltvinnbíla og með því velji fleiri að kaupa nýjan rafmagnsbíl og horft sé til Noregs sem „fyrirheitna landið“ í þeim efnum er gríðarleg einföldun á stöðunni og hreinlega röng og alfarið litið fram hjá þeirri staðreynd að hleðsluinnviðir eru langt frá því að vera nægir til að réttlæta þessa ákvörðun enda erum við mörgum árum á eftir Noregi í þeim efnum. Það er einnig mjög undarlegt að sjá að metnaðarfull markmið í loftlagsmálum eru hvergi tekin inn í þessa umræðu sem og þær afleiðingar í formi peninga og álitshnekkis sem af hlytist ef Ísland uppfyllir ekki loforð sín í þeim efnum. Eins og sjá má í dæmum hér að neðan þar sem bornar eru saman 5 algengar tegundir þá mengar hefðbundinn bensín og/eða dísel bíll á bilinu 3 -5 sinnum meira en tengiltvinnbíll. Hvers vegna er ekki horft til þeirrar staðreyndar sætir furðu en það er einfalt að horfa einungis á fjárhagslegu hlið málsins og líta algjörlega framhjá loftlagsmálum Bláa súlan sýnir hefðbundinn bensín/dísel bíl og græna súlan tengiltvinnbíll sömu gerðar. Rauða súlan sýnir mismun losunar á ársgrundvelli. Niðurstaðan af þeirri leið er stjórnvöld völdu að fara í sinni vegferð að hraða orkuskiptum sem mest var og er augljós og er hraði orkuskiptanna miklu meiri en ella hefði orðið. Hins vegar er ljóst að enn er langt í land ef markmið eiga að nást enda eru hreinir rafbílar einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7% eða samanlagt 11,2% og því eru aðrar gerðir orkugjafa enn 88,8% af heildarfjölda fólksbíla. Afnám ívilnana á þessum tímapunkti mun hægja stórlega á hraða orkuskipta. Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun