Skreyttustu hús bæjarins: „Þetta er bara okkar fyllerí“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 25. desember 2021 22:30 Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Stöð 2 Íbúar Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa margir gengið alla leið í jólaskreytingunum í ár. Við kíktum á nokkur hús þar sem engu hefur verið til sparað. Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi. Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi.
Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira