Sóttvarnabrot og ofbeldi gegn lögreglu á Þorláksmessu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 07:21 Nóttin virðist hafa verið annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu. Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira