Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 23. desember 2021 19:01 Það er mikil ös á Oxford-stræti í Lundúnum á Þorláksmessu. Á sama tíma er faraldurinn í hæstu hæðum þar í landi. Getty/Hasan Esen Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53