Alan Soutar kom til baka og sló hinn blíða úr leik | De Sousa bjargaði sér fyrir horn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 17:21 Alan Soutar mætir José de Sousa í 32-manna úrslitum. Luke Walker/Getty Images Skotinn Alan Soutar snéri taflinu við og vann 3-2 sigur gegn Mensur „The Gentle“ Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira
Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Pílukast Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira