Alan Soutar kom til baka og sló hinn blíða úr leik | De Sousa bjargaði sér fyrir horn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 17:21 Alan Soutar mætir José de Sousa í 32-manna úrslitum. Luke Walker/Getty Images Skotinn Alan Soutar snéri taflinu við og vann 3-2 sigur gegn Mensur „The Gentle“ Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez Pílukast Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Suljovic er í 26. sæti heimslista PDC og hann virtist ætla að fara auðveldlega áfram. Hann vann fyrsta settið 3-1 og 3-0 sigur í öðru setti þýddi að einn sigur í viðbót myndi tryggja honum sæti í 32-manna úrslitum. Soutar bjargaði sér hins vegar fyrir horn með 3-2 sigri í þriðja setti og fjórða settið vann hann einnig með minnsta mun. Suljovic náði 2-0 forystu í úrslitasettinu og virtist ætla að klára leikinn. Aftur kom Soutar til baka og náði 3-2 forystu, en vinna þarf með tveimur leggjum í úrslitasettinu til að sigra leikinn. Að lokum var það Skotinn Alan Soutar sem hafði taugarnar til að klára viðureignina, en 6-4 sigur í úrslitasettinu tryggði honum sæti í 32-manna úrslitum. 𝗦𝗢𝗢𝗧𝗦 𝗪𝗜𝗡𝗦 𝗜𝗧 𝗜𝗡 𝗦𝗧𝗬𝗟𝗘! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Fyrr í dag vann Ástralinn Damon Heta 3-1 sigur gegn Englendingnum Luke Woodhouse og hinn 23 ára Callan Rydz gerði sér lítið fyrir og sló Brendan Dolan úr leik með 3-0 sigri. Í lokaviðureign dagsins áður en keppni hefst í kvöld bjargaði José de Sousa sér fyrir horn gegn Jason Lowe. De Sousa er í sjöunda sæti heimslistans, en Lowe situr í 53. sæti. Lowe byrjaði vel og vann fyrstu tvö settin með minnsta mun og þar með var de Sousa kominn með bakið upp við vegg. Portúgalinn sýndi þó úr hverju hann er gerður í seinni hluta viðureignarinnar og vann að lokum 3-2 sigur. 𝗖𝗢𝗠𝗘𝗕𝗔𝗖𝗞 𝗖𝗢𝗠𝗣𝗟𝗘𝗧𝗘! 🇵🇹It's a special comeback from The Special One, coming from 2-0 down to defeat Jason Lowe in a deciding set!De Sousa sealing it with a huge 124 finish!#WHDarts pic.twitter.com/AkMjUUOmCU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Keppni heldur áfram í kvöld, en bein útsending frá viðureignum kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3. Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Viðureignir kvöldsins Danny Noppert - Jason Heaver Gabriel Clemens - Lewy Williams Rob Cross - Raymond van Barneveld Chris Dobey - Rusty-Jake Rodriguez
Pílukast Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira