Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 16:10 Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar. En Arsalan litli varð í fyrsta kasti eftir - og hitti í morgun mömmu sína í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Vísir/Snorri Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00