Yfirmaður stofnunarinnar, Tedros Ghebreyesus, segir að erfiðar ákvarðanir verði að taka til að vernda mannslíf. Ómíkron-afbrigðið er nú orðið ráðandi í faraldrinum í Bandaríkjunum og Ghebreyesus segir ljóst að það sé að dreifast mun hraðar en delta-afbrigðið.
Fjölmörg lönd hafa hert á samkomutakmörkunum síðustu daga og einna lengst hefur verið gengið í Hollandi þar sem fólki er sagt að halda sig heima.
Í tilkynningu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum frá því gær kemur fram að Joe Biden forseti hafi ekki í hyggju að koma á útgöngubanni en Anthony Fauci sóttvarnalæknir hefur þó hvatt fólk til að draga úr ferðalögum um hátíðarnar til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins.
