Áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki! Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. desember 2021 08:01 Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn. Undirritaður hefur skrifað 7 greinar um þá óiðju, sem hann telur blóðmerahald vera, og birt þær í Morgunblaði, Fréttablaði og hér á Vísi síðustu þrjár vikur. Skal fyrst vísað til þessara greina, sem sýna, að áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki. Jafnvel þó að vilji fyrirtækisins sé til staðar, sem ég efa ekki, enda gróði stórfelldur af þessari starfsemi, er dýravænt blóðmerahald óhugsandi og óframkvæmanlegt. Hér skulu helztu rökin endurtekin, til að auðvelda lesendum skoðun málsins: 1. Blóðmerarnar eru ótamdar, hálfvillt eða alvillt dýr, sem eiga ekki samskipti við menn, nema, þegar þau eru neydd í blóðtöku í 2-3 mánuði á ári. Þær eru því allar varar um sig og fælnar, eru auk þess allar með lítil folöld, sem gerir þær ennþá varkárari og styggari. 2. Það liggur í hlutarins eðli, að það er enginn vegur, að skilja svona ótamda hryssu frá folaldi, leiða hana inn í þröngan blóðtökubás, reyra hana þar niður og festa með slám og reipum og snarrífa svo höfuð upp á við og reyra það þar með hart strengdum reipum, helzt eins og í skrúfustykki, svo blóðtaka geti farið fram, í 15 langar mínútur, í góðu; án þess að dýrið streitist eða berjist á móti, oftast með öllum kröftum, til að reyna að losa sig úr prísundinni og undan ofbeldinu, líka til að komast aftur tilfolaldsins. Fullyrðingar um, að þessi blóðtaka geti farið fram með friði og spekt, í góðu, innan ramma dýravelferðar, þannig, að dýrið vinni með blóðtökumönnum, stenzt ekki; er hrein fásinna!! 3. Líffræðilegrar velferðar dýrsins er heldur alls ekki gætt á fullnægjandi hátt: A. Hryssurnar eru bæði fylfullar og með nýlega fæddu folaldi, eru sem sagt mjólkandi. Þessu fylgir mikið líkamlegt og andlegt álag fyrir hryssurnar, og bannar regluverk þýzku matvælastofnunarinnar, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, blóðtöku af hryssu, þó að hún sé aðeins fylfull, eða aðeins mjólkandi, en íslenzku blóðmerarnar eru hvorutveggja; fylfullar og mjólkandi. Þetta býður auðvitað upp á það, að hryssunum sé stórlega ofboðið, andlega og líkamlega. B. Öll vísindi, sem fyrir liggja, gefa til kynna, að ekki sé æskilegt eða dýravænt, að taka meira en 10% af blóði hryssu, sem þá er í standi til þess, að blóðtaka fari fram, og það ekki oftar en á 30 daga fresti. Þetta er líka ein af reglum þýzku matvæla-stofnunarinnar. Við höfum talið, skv. þeim gögnum, sem við höfum haft aðgang að, að blóðmagn í íslenzkri hryssu sé 35-37 lítrar. Skv. þessu mætti taka mest 3,5 lítra af íslenzkri hryssu, einu sinni í mánuði, ef velferðar hennar væri gætt. Ísteka lætur hins vegar taka 5 lítra af íslenzkum blóðmerum, í einu, og það á 7 daga fresti, alls 8 sinnum, í 2-3 mánuði, haust hvert. Miðað við öll þekkt vísindi og alla þekkta staðla, er hér auðvitað verið að misbjóða dýrunum með stórfelldum hætti, líka líffræðilega. Ísteka hefur stundað blóðtöku af íslenzkum merum í 20 ár, misboðið þeim skv. ofangreindu og haft af því milljarða gróða. Nú er mál að linni. Kæri lesandi, leggðu þitt af mörkum með því að undirrita lista um bann við blóðmerahaldi, þannig, að Alþingismenn komist ekki undan því að samþykkja bann, þegar málið kemur fyrir Alþingi. Auðvitað munu alls kyns hagsmunaaðilar, með Ítseka í fararbroddi, auk blóðmerabænda og annarra, sem hagsmuni eiga, beita öllum sínum samböndum og fjármunum til að koma í veg fyrir bann. Það er því brýnt, að almenningur, gott og dýravænt íslenzkt fólk, þið lesendur góðir, leggist öll með okkur á árarnar um það, að tryggja bann. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra- ,náttúru- og umhverfisvernd.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun