Verkefni lögreglu fjölbreytt á Twitter-maraþon kvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:12 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti almenningi innsýn í störf sín á Twitter í nótt, þar sem hún tísti um hvert verkefni og tilkynningu sem henni barst. Talsvert var um að vera og voru verkefnin samtals 73. Töluvert var um ölvun og ofbeldi. „Við viljum bara sýna fólki innsýn í störf lögreglunnar og sýna hvað störf lögreglunnar eru fjölbreytileg og þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með Twitter í kvöld,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jú, verkefni lögreglu reyndust fjölbreytt allt frá tilkynningu um flutningabíl með heyrúllur í hættu í þungri umferð að tilkynningum um heimilisofbeldi. Þriggja bíla árekstur í mikilli umferð á einni af aðalgötum borgarinnar. Tveir fluttir burtu með dráttarbifreið. Förum varlega #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Færslur lögreglu voru alls 80 í gærkvöld og í nótt en 73 tilkynningar eða verkefni. Nokkur umferðaróhöpp urðu, þar á meðal þriggja bíla árekstur, árekstur og afstungu, og nokkur umferðaróhöpp þar sem ökumaður var grunaður um ölvun. Tilkynnt um umferðaróhapp í umdæminu þar sem grunur er um ölvun við akstur #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður óskar eftir aðstoð eftir að hafa ekið á kött, er í miklu uppnámi, eins og eðlilegt er.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Umferðaróhapp v.verslun í borginni - gerandi talinn ölvaður og er að reyna að fara af vettvangi.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð, tekið blóðsýni og lykli komið í örugga geymslu. Lykilinn fær eigandi afhentan sé hann allsgáður þegar hann kemur og sækir #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Aðili handtekinn vegna ölvunaraksturs, bifreiðinni lagt í stæði og kveikjuláslyklar settir á lögreglustöð í hverfinu #eftireinneiakineinn #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Umferðarslys í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun og vistaður í fangageymslu vegna málsins #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Tilkynnt um árekstur og afstungu - tjónþoli eltir þann sem ók utan í og óskar eftir aðstoð lögreglu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglan tísti á tíunda tímanum í gærkvöldi að hún hafi séð rásandi bifreið á akstri og talið ástæðu til að kanna málið. Mikinn áfengisþef hafi lagt af ökumanninum og hann átt erfitt með að tjá sig. Sá var talsvert ölvaður og í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf. Lögregla veitti athygli rásandi bifreið í akstri og taldi ástæðu til að kanna með ástand ökumanns. Mikinn áfengisþef lagði af ökumanni og átti hann erfitt með að tjá sig. Kom í ljós að ökumaður var töluvert ölvaður og hafði aldrei öðlast ökuréttindi #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglu barst þá tilkynning um ölvaðan einstakling sem gekk inn á veitingastað, datt á borð og sofnaði í kjölfarið. Þetta var ekki eina skiptið sem lögregla var kölluð til í nótt vegna sofandi manns, en leigubílstjóri leitaði aðstoðar lögreglu þegar farþegi sofnaði í aftursætinu hjá honum og bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem kom inn á veitingastað - datt á borð og sofnaði í kjölfarið. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Leigubílstjóri var í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ungt par varð fyrir líkamsárás í nótt og er gerandans nú leitað. Þá var yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað í nótt og einn fluttur í fangageymslu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem maður sást reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja hennar. Lögregla fór á vettvang. Ungt par verður fyrir líkamsárás - gerenda leitað.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað. Einn fluttur í fangageymslu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Lögreglumál Lögreglan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Við viljum bara sýna fólki innsýn í störf lögreglunnar og sýna hvað störf lögreglunnar eru fjölbreytileg og þess vegna verður mjög áhugavert að fylgjast með Twitter í kvöld,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jú, verkefni lögreglu reyndust fjölbreytt allt frá tilkynningu um flutningabíl með heyrúllur í hættu í þungri umferð að tilkynningum um heimilisofbeldi. Þriggja bíla árekstur í mikilli umferð á einni af aðalgötum borgarinnar. Tveir fluttir burtu með dráttarbifreið. Förum varlega #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Færslur lögreglu voru alls 80 í gærkvöld og í nótt en 73 tilkynningar eða verkefni. Nokkur umferðaróhöpp urðu, þar á meðal þriggja bíla árekstur, árekstur og afstungu, og nokkur umferðaróhöpp þar sem ökumaður var grunaður um ölvun. Tilkynnt um umferðaróhapp í umdæminu þar sem grunur er um ölvun við akstur #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður óskar eftir aðstoð eftir að hafa ekið á kött, er í miklu uppnámi, eins og eðlilegt er.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Umferðaróhapp v.verslun í borginni - gerandi talinn ölvaður og er að reyna að fara af vettvangi.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ökumaður handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð, tekið blóðsýni og lykli komið í örugga geymslu. Lykilinn fær eigandi afhentan sé hann allsgáður þegar hann kemur og sækir #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Aðili handtekinn vegna ölvunaraksturs, bifreiðinni lagt í stæði og kveikjuláslyklar settir á lögreglustöð í hverfinu #eftireinneiakineinn #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Umferðarslys í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun og vistaður í fangageymslu vegna málsins #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Tilkynnt um árekstur og afstungu - tjónþoli eltir þann sem ók utan í og óskar eftir aðstoð lögreglu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglan tísti á tíunda tímanum í gærkvöldi að hún hafi séð rásandi bifreið á akstri og talið ástæðu til að kanna málið. Mikinn áfengisþef hafi lagt af ökumanninum og hann átt erfitt með að tjá sig. Sá var talsvert ölvaður og í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf. Lögregla veitti athygli rásandi bifreið í akstri og taldi ástæðu til að kanna með ástand ökumanns. Mikinn áfengisþef lagði af ökumanni og átti hann erfitt með að tjá sig. Kom í ljós að ökumaður var töluvert ölvaður og hafði aldrei öðlast ökuréttindi #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Lögreglu barst þá tilkynning um ölvaðan einstakling sem gekk inn á veitingastað, datt á borð og sofnaði í kjölfarið. Þetta var ekki eina skiptið sem lögregla var kölluð til í nótt vegna sofandi manns, en leigubílstjóri leitaði aðstoðar lögreglu þegar farþegi sofnaði í aftursætinu hjá honum og bílstjóranum tókst ekki að vekja hann. Tilkynnt um ölvaðan einstakling sem kom inn á veitingastað - datt á borð og sofnaði í kjölfarið. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2021 Leigubílstjóri var í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Ungt par varð fyrir líkamsárás í nótt og er gerandans nú leitað. Þá var yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað í nótt og einn fluttur í fangageymslu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem maður sást reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja hennar. Lögregla fór á vettvang. Ungt par verður fyrir líkamsárás - gerenda leitað.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Yfirstandandi heimilisofbeldi stöðvað. Einn fluttur í fangageymslu. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021 Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst— LRH (@logreglan) December 18, 2021
Lögreglumál Lögreglan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32 Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 18. desember 2021 07:32
Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17. desember 2021 20:29