Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. desember 2021 13:00 Allt er að verða tilbúið fyrir jólaboð Hjálpræðishersins í ár. Mynd/Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn. Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi. Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi.
Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17