Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 11:43 Strandgæslan vinnur að því að flytja fólk á brott í borginni Cagayan de Oro í suðurhluta Filippseyja. AP/Philippine Coast Guard Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira