Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 18:17 Læknirinn hefur verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítala eftir að hann fékk takmarkað læknaleyfi hjá embætti landlæknis. Hann hafði missti leyfið í kjölfar atburðanna á HSS. Vísir/Vilhelm Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landspítalanum. Skúli hefur undanfarið verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburða sem áttu sér stað á HSS. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að hann verði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu sé ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu en forstjóra og stjórnendum spítalans beri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Eins og áður segir er aðkoma Skúla og annarra starfsmanna HSS að málum ellefu sjúklinga til skoðunar hjá lögreglu. Sex sjúklinganna létust á meðan þeir dvöldu á HSS. Beggi Dan, sonur eins sjúklinganna sem lést í umsjá Skúla, lýsti lokadögum móður sinnar á HSS í skoðanapistli sem birtist á Vísi í lok nóvembermánaðar. Lýsti hann því til að mynda að móðir hans hafi verið lögð inn í hvíldarinnlögn á HSS en hafi verið sett á lífslokameðferð samdægurs án samráðs við aðstandendur. Þar með hafi henni ekki verið hjúkrað á viðeigandi hátt, hún þjáðst af legusárum og sýkingum og hafi hún til að mynda fengið drep í annað eyrað sem endaði þannig að hluti af því datt af. Beggi lýsti yfir vantrausti á stjórnendur Landspítala í greininni vegna þess að Skúli fengi að starfa þar. Taldi hann ljóst að stjórnendur spítalans væru ekki meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður hans. „Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landspítala. Yfirlýsingu Landspítalans má lesa í heild sinni hér að neðan: Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans. Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu frá Landspítalanum. Skúli hefur undanfarið verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburða sem áttu sér stað á HSS. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að hann verði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu sé ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu en forstjóra og stjórnendum spítalans beri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Eins og áður segir er aðkoma Skúla og annarra starfsmanna HSS að málum ellefu sjúklinga til skoðunar hjá lögreglu. Sex sjúklinganna létust á meðan þeir dvöldu á HSS. Beggi Dan, sonur eins sjúklinganna sem lést í umsjá Skúla, lýsti lokadögum móður sinnar á HSS í skoðanapistli sem birtist á Vísi í lok nóvembermánaðar. Lýsti hann því til að mynda að móðir hans hafi verið lögð inn í hvíldarinnlögn á HSS en hafi verið sett á lífslokameðferð samdægurs án samráðs við aðstandendur. Þar með hafi henni ekki verið hjúkrað á viðeigandi hátt, hún þjáðst af legusárum og sýkingum og hafi hún til að mynda fengið drep í annað eyrað sem endaði þannig að hluti af því datt af. Beggi lýsti yfir vantrausti á stjórnendur Landspítala í greininni vegna þess að Skúli fengi að starfa þar. Taldi hann ljóst að stjórnendur spítalans væru ekki meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður hans. „Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landspítala. Yfirlýsingu Landspítalans má lesa í heild sinni hér að neðan: Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans.
Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans.
Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05
Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30
Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10