Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2021 23:19 Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. Vísir Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. „Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020,“ skrifar Margrét Eymundardóttir, fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, í pistli sem birtist á Vísi í dag. Svarar hún í pistlinum yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen, lögmanns Sælukots, sem birtist á Vísi 1. desember síðastliðinn. Skrifar Margrét meðal annars að yfirlýsing Lilju sé lituð af „þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð, sem er væntanlega heimildarfólk hans.“ Skrifar Margrét þá að staðhæfingar lögmannsins um að bréf sem fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots sendu fjölmiðlum í nóvember hafi innihaldið ósannindi alrangar. Fer hún yfir nokkur meginatriði í pistlinum sem birtist í dag. Ekki upplýst um ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi gegn barni Margrét byrjar á því að fara yfir hið meinta kynferðisofbeldi sem starfsmaðurinn á leikskólanum beitti börn þar. Fyrsta tilkynning um slíkt ofbeldi barst í september 2020 og segist Margrét þá hafa verið nýráðin leikskólastjóri, í 40 prósenta starfshlutfalli. „Málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en eftir að málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli,“ skrifar Margrét og bætir því við að þá hafi hún verið hætt störfum eftir að hafa verið rekin í kjölfar þess að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. „Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi tafarlaust verið sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið.“ Rekstrarstjórinn hafi beitt starfsmenn andlegu ofbeldi Margrét segir þá ekki rétt að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Miklir erfiðleikar hafi einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra skólans og starfsmenn kvartað yfir andlegu ofbeldi sem hann hafi beitt þá. „Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan leikskólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðum ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans,“ skrifar Margrét og vísar í bréfið sem barst fjölmiðlum í nóvember. „Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra.“ Starfsmenn sem sóst hafi eftir úrbótum hafi verið reknir Hún segir ástæðu þess að allir þeir starfsmenn, sem skrifuðu undir bréfið sem sent var í nóvember, séu fyrrverandi starfsmenn vera þá að þegar starfsmenn hafi kvartað innan leikskólans, áður en bréfið var sent, hafi þeir umsvifalaust verið reknir. „Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið,“ skrifar Margrét. „Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri.“ Hún segir lygar lögmannsins hvorki innantómar né léttvægar, sérstaklega vegna stöðu hans og starfsheitis. „Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1. desember 2021 16:02 Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. 17. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Það var ekki tekið á ásökunum á hendur starfsmanni leikskólans um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni með eðlilegum hætti þegar það kom upp í september 2020,“ skrifar Margrét Eymundardóttir, fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, í pistli sem birtist á Vísi í dag. Svarar hún í pistlinum yfirlýsingu Lilju Margrétar Olsen, lögmanns Sælukots, sem birtist á Vísi 1. desember síðastliðinn. Skrifar Margrét meðal annars að yfirlýsing Lilju sé lituð af „þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð, sem er væntanlega heimildarfólk hans.“ Skrifar Margrét þá að staðhæfingar lögmannsins um að bréf sem fyrrverandi starfsfólk og skjólstæðingar Sælukots sendu fjölmiðlum í nóvember hafi innihaldið ósannindi alrangar. Fer hún yfir nokkur meginatriði í pistlinum sem birtist í dag. Ekki upplýst um ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi gegn barni Margrét byrjar á því að fara yfir hið meinta kynferðisofbeldi sem starfsmaðurinn á leikskólanum beitti börn þar. Fyrsta tilkynning um slíkt ofbeldi barst í september 2020 og segist Margrét þá hafa verið nýráðin leikskólastjóri, í 40 prósenta starfshlutfalli. „Málinu var haldið kirfilega leyndu fyrir mér af rekstrarstjóra leikskólans og Sælutröð. Auk þess var starfsmaðurinn ennþá við vinnu á Sælukoti eftir að kvartanir komu fram í annað sinn, 20. júní síðastliðinn. Það var ekki fyrr en eftir að málið kom fram í fjölmiðlum, í byrjun ágúst, að starfsfólk leikskólans heyrði fyrst af þessu alvarlega máli,“ skrifar Margrét og bætir því við að þá hafi hún verið hætt störfum eftir að hafa verið rekin í kjölfar þess að hafa farið fram á umbætur við leikskólann. „Það er því hvorki rétt hjá lögmanninum að rekstrarstjóri leikskólans hafi tekið ábendingum Barnaverndar Reykjavíkur alvarlega né að starfsmaðurinn hafi tafarlaust verið sendur í leyfi. Það er heldur ekki rétt hjá honum að rannsókn málsins sé hætt. Málið er enn opið hjá Barnavernd og því lýkur ekki fyrr en rannsókn Lögreglu á því er lokið.“ Rekstrarstjórinn hafi beitt starfsmenn andlegu ofbeldi Margrét segir þá ekki rétt að friður hafi ríkt um starfsemi Sælukots undanfarin ár. Miklir erfiðleikar hafi einkennt samstarf við núverandi rekstrarstjóra skólans og starfsmenn kvartað yfir andlegu ofbeldi sem hann hafi beitt þá. „Það starfsfólk hafði reynt að koma fram með sínar athugasemdir bæði innan leikskólans og við Reykjavíkurborg. Í bréfinu er að finna alvarlegar lýsingar á andlegu ofbeldi rekstrarstjórans í garð, oft á tíðum ungs og ómótaðs fólks, sem í sakleysi sínu gleypti við fallegri stefnu leikskólans,“ skrifar Margrét og vísar í bréfið sem barst fjölmiðlum í nóvember. „Ennfremur er þar að finna lýsingar foreldra á tíðum mannaskiptum, manneklu og óöryggi sem fylgir því. Sumar af þeim lýsa vanrækslu á börnum. Ef skapa á ró um starfsemi sælukots þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á stjórnarháttum leikskólans. Það er ekki nóg að hafa í frammi fögur orð um frið á jörðu og góðvild. Fólk þarf líka að koma vel fram við aðra.“ Starfsmenn sem sóst hafi eftir úrbótum hafi verið reknir Hún segir ástæðu þess að allir þeir starfsmenn, sem skrifuðu undir bréfið sem sent var í nóvember, séu fyrrverandi starfsmenn vera þá að þegar starfsmenn hafi kvartað innan leikskólans, áður en bréfið var sent, hafi þeir umsvifalaust verið reknir. „Áður en umrætt bréf var sent, höfðu starfsmenn afhent rekstrarstjóra bréf með umkvörtunum og hugmyndum um hvernig laga mætti ýmsan vanda innan leikskólans. Slíkt er brottrekstrarsök á Sælukoti. Til dæmis var ég þá rekin umsvifalaust og meinaður aðgangur að netpósti leikskólans þannig að ég gat hvorki kvatt foreldra né starfsfólk eða tilkynnt um ástandið,“ skrifar Margrét. „Ég varð sjálf að sjá til þess að Reykjavíkurborg fengi upplýsingar um að ég væri ekki lengur leikskólastjóri. Ég nefni aðeins þetta eina dæmi um brottrekstur fyrir það eitt að láta í ljós óskir um umbætur, en þau eru svo sannarlega fleiri.“ Hún segir lygar lögmannsins hvorki innantómar né léttvægar, sérstaklega vegna stöðu hans og starfsheitis. „Það er því skýlaus krafa mín að lögmaðurinn greini frá því hvað í bréfinu var ósatt og rökstyðji það en biðjist afsökunar ella.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1. desember 2021 16:02 Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. 17. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00
Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. 1. desember 2021 16:02
Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. 17. nóvember 2021 13:01