Niðurskurður á mannréttindum fatlaðs fólks Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 10. desember 2021 18:00 Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er alger bylting í þjónustu við fatlað fólk. Með NPA er notandinn við stjórnvölin og getur lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Þessi þjónusta er í raun andstaðan við stofnanavæðingu fortíðar með þeirri kúgun og ofbeldi sem henni fylgdi, eins og of mörg dæmi sýna. Þrátt fyrir að NPA sé nú lögfest mannréttindi fyrir fatlað fólk, þá þurfum við, fatlað fólk, að berjast stanslaust fyrir okkar lögbundna rétti. Fjölmörg eru á biðlistum eftir þjónustunni þrátt fyrir að ljóst sé að þau eigi á henni rétt. Afsökunin er nær ávallt sú sama: skortur á fjármagni. Fyrir ári síðan ákvað Alþingi að NPA samningum skyldi fjölgað um 30-40 á árinu 2021 og lagði til þess 300 milljóna viðbótarfjármagn við fjárlög. Það varð þó lítið úr fjölgun samninga þar sem í ljós kom að Alþingi hafði greinilega ekki verið upplýst um að nota þyrfti stóran hluta þessarar upphæðar til greiðslu vegna fyrri skuldbindinga. Raunveruleg fjölgun NPA samninga árið 2021 varð því lítil sem engin. Alþingi brýndi fyrir félagsmálaáðuneytinu að þessi 300 milljóna auka fjárheimild skyldi gerð varanleg í fjárlögum komandi ára. Nú þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár liggur fyrir er hins vegar ljóst að þessar 300 milljónir hafa verið felldar niður og fatlað fólk þarf enn og aftur að berjast fyrir sínum lögfestu réttindum. Í lögum er gert ráð fyrir að NPA samningum fjölgi jafnt og þétt á milli ára, en verði þetta veruleikinn er hætt við að þeim fari fækkandi á næsta ári. Þetta mál snýst ekki einungis um ótta fatlaðs fólks við að missa NPA þjónustu. Fólks sem nú nýtur þessara réttinda eftir oft áralanga og harða baráttu við kerfi sem virðist haldið innbyggðri tregðu við að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem því ber. Þetta snýst einnig um þá 30-40 einstaklinga sem enn bíða eftir NPA samningum. Þessir einstaklingar hafa verið metnir með þörf fyrir þjónustu og hafa lagalegan rétt á NPA en eru á biðlista þar til ríkið tryggir fjárframlag inn í samninga þeirra. Þrátt fyrir að þessar tölur liggi allar fyrir í félagsmálaráðuneytinu, og hafi gert það frá því í sumar, er niðurskurður á borðinu og ekkert plan um að útrýma biðlistum eftir NPA, hvað þá fækka einstaklingum á þeim. Lögbundin réttindi fatlaðs fólks og mannréttindi eru fótum troðin og því gert að lifa án sjálfstæðis og stjórnar á eigin lífi, að lifa sem bagga á samfélaginu í stað þess að geta lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Slík staða er óbærileg. Fatlað fólk krefst þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar gagnvart þeim einstaklingum sem hafa NPA þjónustu eða bíða eftir NPA samningum og veiti fullnægjandi fjármagn til þess að útrýma biðlistum fyrir NPA á árinu 2022, í samræmi við lög. Réttindum frestað er réttindum neitað! Höfundur er formaður NPA miðstöðvarinnar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun