Alvarlegur grunur um geislavirkni reyndist sem betur fer rangur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2021 11:38 Til vinstri má sjá stöðuna á Jóhanni þegar hann var á sjúkrahúsinu. Til hægri má sjá Jóhann á góðum degi, út að borða á Blönduósi. Úr einkasafni Umsjónarmaður fasteigna við Háskólann á Akureyri segist hafa verið verulega létt þegar í ljós kom að hann hafði ekki komist í snertingu við geislavirkt efni. Torkennilegur hlutur mun þó reynast Geislavörnum ríkisins vel. Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan. Akureyri Háskólar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Jóhann Jónsson lýsir því í færslu á Facebook að á mánudag og þriðjdag hafi andlit hans og hendur byrjað að loga með sviða og hita. Akureyri.net greindi fyrst frá. „Ósköp venjulegir dagar hjá mér nema að ég handfjatlaði blýtank í vinnunni,“ segir Jóhann. Tankurinn var í stóru kjallararými Háskólans á Akureyri og tilvist hans kom hreinlega flatt upp á fólk. Í ljós kom að tankurinn tengdist líkast til geislavirkum efnum og var því gripið til aðgerða um leið. Jóhann var settur í einangrun á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og haft samband við Geislavarnir ríkisins sem sendu fólk norður með hraði. „Pínu scary“ Jóhann játar því aðspurður hvort þetta hafi ekki minnt á senur úr bíómynd. „Þetta var það, alveg ótrúlegt. Þetta var líka pínu scary,“ segir Jóhann. Barnabarn hans fékk útbrot á svipuðum tíma og var sömuleiðis sett í einangrun. Á meðan rannsökuðu sérfræðingarnir að sunnan tankinn. Niðurstaðan var sú að tankurinn var útilokaður sem sökudólgur. Engin geislavirkni mældist í honum. Þetta hafi greinilega verið algjör tilviljun. Blýtankurinn umtalaði.KatrínÁrnadóttir „Öllum var létt,“ segir Jóhann sem segist aðspurður heldur betur ólíkur sjálfum sér í andliti þessa dagana. Bólginn og rauður. Líkast til sé um bráðaofnæmi að ræða. Ólíklega jólaofnæmi „Það er verið að reyna að finna út úr því hvaða efni gefi mér þessi viðbrögð,“ segir Jóhann. Hann komi víða við í vinnu sinni og lífinu sjálfu. Hann skellir upp úr aðspurður hvort geti verið að hann sé með bráðaofnæmi fyrir jólunum. „Ég er ekki alveg sá æstasti þegar kemur að jólunum,“ segir Jóhann og á honum að heyra að hann stilli ekki á Léttbylgjuna í desember og hlusti á jólalögin. Jóhann er þakklátur starfsfólki á sjúkrahúsinu, fólkinu hjá Geislavörnum ríkisins og Háskólanum á Akureyri fyrir viðbrögð sín við málinu. Brugðist hafi verið hárrétt við. Jólagjöf til Geislavarna Eyjólfur S. Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri, segir líkast til aldrei hafa verið nein geislavirk efni í tankinum. Tankurinn hafi líkast til verið notaður sem rannsóknartæki fyrir allmörgum árum síðan, líklega til að mæla geisluvirkni annarra hluta. „Það stefnir í að við afhendum bara Geislavörnum ríkisins tankinn, þau getað notað hann. Hann hefur bara verið í geymslu já okku,“ segir Eyjólfur. Já, jólagjöf til Geislavarna ríkisins að norðan.
Akureyri Háskólar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira