Borgin þurfi að fara í megrun Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 8. desember 2021 21:26 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent