Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 10:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ekki brotið á réttindum óbólusettra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina, að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Nefnir hann í minnisblaðinu að honum þyki koma til greina að endurmeta aðgerðir, meðal annars með því að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt bóluefnisins gegn Covid-19 frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. Vill ekki skipta fólki í hópa byggt á bólusetningarstöðu Willum Þór sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að slíkt kæmi ekki til greina. „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val. „Þetta er auðvitað val hvers og eins og tölfræðin er auðvitað eitt,“ sagði ráðherrann og vísaði til hás bólusetningarhlutfalls hér á landi, en 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru bólusettir. „Síðan eru auðvitað margar ólíkar ástæður fyrir því að fólk þyggur ekki bólusetningu. Það er mín afstaða og skoðun að við eigum að virða þau sjónarmið, þau ólíku sjónarmið sem liggja þar að baki. Þetta á að vera val hvers og eins.“ Hann telur ekki brotið á réttindum óbólusettra. „Nei, ég tel ekki svo vera. Bólusetningarnar eru auðvitað bara hluti af því að vinna okkur í gegn um þetta.“ Markmiðið alltaf að halda samfélaginu sem mest gangandi Willum kynnti áframhaldandi og óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en þær gilda í tvær vikur og ætti að vera aflétt fyrir jól. Willum sagði þá jafnframt í gær að ef gögn og upplýsingar leyfðu stefni hann á að aflétta aðgeðrum innan tveggja vikna. „Bara ef að gögn og upplýsingar berast sem gefa okkur tilefni til að gera tilslakanir þá vonast ég nú til þess að það geti gerst. En það er auðvitað óvissa í kring um þetta nýja afbrigði, ómíkron, sem er nú kannski aðal ástæðan fyrir því að við framlengjum þetta,“ sagði Willum. Markmiðið sé auðvitað alltaf að hafa sem minnstar takmarkanir. „Við erum einmitt alltaf með það í huga að halda samfélaginu okkar, sem mest gangandi og með sem minnstar takmarkanir á líf fólks. Þannig að atvinnulífið, menninging, íþróttirnar og okkar athafnir í daglegu lífi gangi sem mest og best með sem minnstum takmörkunum. Það hlýtur að vera okkar markmið,“ sagði Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina, að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Nefnir hann í minnisblaðinu að honum þyki koma til greina að endurmeta aðgerðir, meðal annars með því að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt bóluefnisins gegn Covid-19 frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. Vill ekki skipta fólki í hópa byggt á bólusetningarstöðu Willum Þór sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að slíkt kæmi ekki til greina. „Við eigum held ég að horfa heildstætt á þetta þannig að hver og einn geti nýtt sér þau úrræði miðað við hans stöðu, eða einstaklingurinn, til þess að geta athafnað sig eins og hann þarf og vill. Þannig að við eigum að varast það að vera að skipta þessu upp í einhverja hópa,“ sagði Willum og benti á að bólusetning væri jú, val. „Þetta er auðvitað val hvers og eins og tölfræðin er auðvitað eitt,“ sagði ráðherrann og vísaði til hás bólusetningarhlutfalls hér á landi, en 90 prósent landsmanna tólf ára og eldri eru bólusettir. „Síðan eru auðvitað margar ólíkar ástæður fyrir því að fólk þyggur ekki bólusetningu. Það er mín afstaða og skoðun að við eigum að virða þau sjónarmið, þau ólíku sjónarmið sem liggja þar að baki. Þetta á að vera val hvers og eins.“ Hann telur ekki brotið á réttindum óbólusettra. „Nei, ég tel ekki svo vera. Bólusetningarnar eru auðvitað bara hluti af því að vinna okkur í gegn um þetta.“ Markmiðið alltaf að halda samfélaginu sem mest gangandi Willum kynnti áframhaldandi og óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær en þær gilda í tvær vikur og ætti að vera aflétt fyrir jól. Willum sagði þá jafnframt í gær að ef gögn og upplýsingar leyfðu stefni hann á að aflétta aðgeðrum innan tveggja vikna. „Bara ef að gögn og upplýsingar berast sem gefa okkur tilefni til að gera tilslakanir þá vonast ég nú til þess að það geti gerst. En það er auðvitað óvissa í kring um þetta nýja afbrigði, ómíkron, sem er nú kannski aðal ástæðan fyrir því að við framlengjum þetta,“ sagði Willum. Markmiðið sé auðvitað alltaf að hafa sem minnstar takmarkanir. „Við erum einmitt alltaf með það í huga að halda samfélaginu okkar, sem mest gangandi og með sem minnstar takmarkanir á líf fólks. Þannig að atvinnulífið, menninging, íþróttirnar og okkar athafnir í daglegu lífi gangi sem mest og best með sem minnstum takmörkunum. Það hlýtur að vera okkar markmið,“ sagði Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52 Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
Nýgengi smita langlægst hjá þeim sem hafa fengið þriðja skammtinn Fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 er nú 751 hjá óbólusettum fullorðnum einstaklingum, 478 hjá fullbólusettum og 56 hjá þeim sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefnum. 6. desember 2021 06:52
Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. 3. desember 2021 16:48
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent