Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2021 12:16 Frá athafnasvæði Brims á Vopnafirði. Vilhelm Gunnarsson Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. Mánuður er liðinn frá því fyrsta skipið hélt til loðnuleitar en það var skip Síldarvinnslunnar, Bjarni Ólafsson AK. Það var svo loks um hádegisbil í gær sem Bjarni kom með fyrsta farminn til löndunar á Norðfirði, 1.600 tonn, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Víkingur AK, skip Brims, að loðnuveiðum í Faxaflóa á síðustu vertíð. Víkingur kom með fyrsta loðnufarm þessarar vertíðar til Vopnafjarðar í gærmorgun.KMU Skip Brims, Víkingur AK, varð þó á undan, en Víkingur kom með 2.100 tonn til Vopnafjarðar í gærmorgun. Þá er annað skip Brims, Venus, núna að landa 2.600 tonnum á Vopnafirði og búist við þriðja skipinu, Svani, þangað á morgun, að sögn Garðars Svavarssonar, forstöðumanns uppsjávarsviðs Brims. Snemma í morgun kom svo Aðalsteinn Jónsson SU með 1.700 tonna loðnufarm inn til Eskifjarðar, að sögn Þorsteins Kristjánssonar, forstjóra Eskju. Frá starfssvæði Eskju á Eskifirði.Arnar Halldórsson Þá er von á fyrsta loðnufarminum inn til Þórshafnar í nótt eða á morgun, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Býst hann við að Heimaey VE verði fyrst, en tvö önnur skip félagsins, Sigurður VE og Álsey VE, eru einnig á loðnumiðunum úti fyrir Norðurlandi, djúpt norður af Melrakkasléttu og Langanesi. Hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum býst Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdstjóri vart við fyrsta loðnufarminum fyrr en eftir þrjá daga. Tvö skipa fyrirtækisins eru sem stendur frá veiðum eftir vélarbilun hjá Kap VE í gær og fór Ísleifur VE í það að draga Kap inn til Akureyrar. Bæði skipin voru komin með um það bil hálfan farm, að sögn Binna, Kap með um 800 tonn og Ísleifur með um 1.000. Þriðja skipið, Huginn, er hins vegar á miðunum og komið með tæplega 1.000 tonn. Þótt loðnuvertíðin sé þannig komin á fulla ferð skyggir tilkynning Landsvirkjunar í gær á gleðina. Orkufyrirtækið ákvað nefnilega að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja tæki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Sama gildi um aðra stórnotendur raforku með skerðanlega skammtímasamninga, eins og gagnaver og álver. Frá verksmiðjunni á Þórshöfn, sem Ísfélag Vestmannaeyja rekur.Vilhelm Gunnarsson Í fréttatilkynningu ber Landsvirkjun meðal annars fyrir sig raforkuskort og að flutningskerfið ráði ekki við að flytja nægilega raforku milli landshluta. „Þetta var mikið áfall að fá þessa tilkynningu Landsvirkjunar í gær. Þetta kom mjög brátt upp á. Við erum að setjast niður og átta okkur á því hvað þetta þýðir,“ segir Garðar Svavarsson hjá Brimi, sem jafnframt er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Bjarni Ólafsson AK í Sundahöfn í Reykjavík í síðasta mánuði þegar verið var að búa skipið til loðnuveiða.Sindri Reyr Sindrason „Þetta þýðir óhemju notkun á olíu. Við eigum líka eftir að ræsa búnaðinn og sjá hvort hann virkar. Hann hefur ekkert verið í notkun í lengri tíma,“ segir Garðar. Þorsteinn Kristjánsson hjá Eskju tekur í sama streng. Þorsteinn segir það í raun alveg hræðilegt að þurfa að fara að nota olíu. Þannig áætlar að hann að bara bræðslan á Eskifirði muni þurfa 35 til 40 tonn af olíu á sólarhring. Það sé mjög slæmt. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Vopnafjörður Fjarðabyggð Langanesbyggð Vestmannaeyjar Loftslagsmál Tengdar fréttir Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Eitt fyrsta verk Svandísar að liðka fyrir veiðum á loðnu Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag breytingu á reglugerð sem heimilar veiðar á loðnu með flotvörpu tímabundið á afmörkuðum svæðum úti fyrir Norðurlandi. Líklegt má telja að þessi ákvörðun setji loðnuvertíðina af stað en loðnan hefur verið illveiðanleg með hefðbundinni loðnunót sökum þess hversu djúpt hún liggur í sjónum. 30. nóvember 2021 18:19 Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Mánuður er liðinn frá því fyrsta skipið hélt til loðnuleitar en það var skip Síldarvinnslunnar, Bjarni Ólafsson AK. Það var svo loks um hádegisbil í gær sem Bjarni kom með fyrsta farminn til löndunar á Norðfirði, 1.600 tonn, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Víkingur AK, skip Brims, að loðnuveiðum í Faxaflóa á síðustu vertíð. Víkingur kom með fyrsta loðnufarm þessarar vertíðar til Vopnafjarðar í gærmorgun.KMU Skip Brims, Víkingur AK, varð þó á undan, en Víkingur kom með 2.100 tonn til Vopnafjarðar í gærmorgun. Þá er annað skip Brims, Venus, núna að landa 2.600 tonnum á Vopnafirði og búist við þriðja skipinu, Svani, þangað á morgun, að sögn Garðars Svavarssonar, forstöðumanns uppsjávarsviðs Brims. Snemma í morgun kom svo Aðalsteinn Jónsson SU með 1.700 tonna loðnufarm inn til Eskifjarðar, að sögn Þorsteins Kristjánssonar, forstjóra Eskju. Frá starfssvæði Eskju á Eskifirði.Arnar Halldórsson Þá er von á fyrsta loðnufarminum inn til Þórshafnar í nótt eða á morgun, að sögn Siggeirs Stefánssonar, framleiðslustjóra Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Býst hann við að Heimaey VE verði fyrst, en tvö önnur skip félagsins, Sigurður VE og Álsey VE, eru einnig á loðnumiðunum úti fyrir Norðurlandi, djúpt norður af Melrakkasléttu og Langanesi. Hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum býst Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdstjóri vart við fyrsta loðnufarminum fyrr en eftir þrjá daga. Tvö skipa fyrirtækisins eru sem stendur frá veiðum eftir vélarbilun hjá Kap VE í gær og fór Ísleifur VE í það að draga Kap inn til Akureyrar. Bæði skipin voru komin með um það bil hálfan farm, að sögn Binna, Kap með um 800 tonn og Ísleifur með um 1.000. Þriðja skipið, Huginn, er hins vegar á miðunum og komið með tæplega 1.000 tonn. Þótt loðnuvertíðin sé þannig komin á fulla ferð skyggir tilkynning Landsvirkjunar í gær á gleðina. Orkufyrirtækið ákvað nefnilega að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja tæki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Sama gildi um aðra stórnotendur raforku með skerðanlega skammtímasamninga, eins og gagnaver og álver. Frá verksmiðjunni á Þórshöfn, sem Ísfélag Vestmannaeyja rekur.Vilhelm Gunnarsson Í fréttatilkynningu ber Landsvirkjun meðal annars fyrir sig raforkuskort og að flutningskerfið ráði ekki við að flytja nægilega raforku milli landshluta. „Þetta var mikið áfall að fá þessa tilkynningu Landsvirkjunar í gær. Þetta kom mjög brátt upp á. Við erum að setjast niður og átta okkur á því hvað þetta þýðir,“ segir Garðar Svavarsson hjá Brimi, sem jafnframt er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Bjarni Ólafsson AK í Sundahöfn í Reykjavík í síðasta mánuði þegar verið var að búa skipið til loðnuveiða.Sindri Reyr Sindrason „Þetta þýðir óhemju notkun á olíu. Við eigum líka eftir að ræsa búnaðinn og sjá hvort hann virkar. Hann hefur ekkert verið í notkun í lengri tíma,“ segir Garðar. Þorsteinn Kristjánsson hjá Eskju tekur í sama streng. Þorsteinn segir það í raun alveg hræðilegt að þurfa að fara að nota olíu. Þannig áætlar að hann að bara bræðslan á Eskifirði muni þurfa 35 til 40 tonn af olíu á sólarhring. Það sé mjög slæmt.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Vopnafjörður Fjarðabyggð Langanesbyggð Vestmannaeyjar Loftslagsmál Tengdar fréttir Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Eitt fyrsta verk Svandísar að liðka fyrir veiðum á loðnu Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag breytingu á reglugerð sem heimilar veiðar á loðnu með flotvörpu tímabundið á afmörkuðum svæðum úti fyrir Norðurlandi. Líklegt má telja að þessi ákvörðun setji loðnuvertíðina af stað en loðnan hefur verið illveiðanleg með hefðbundinni loðnunót sökum þess hversu djúpt hún liggur í sjónum. 30. nóvember 2021 18:19 Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14
Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20
Eitt fyrsta verk Svandísar að liðka fyrir veiðum á loðnu Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag breytingu á reglugerð sem heimilar veiðar á loðnu með flotvörpu tímabundið á afmörkuðum svæðum úti fyrir Norðurlandi. Líklegt má telja að þessi ákvörðun setji loðnuvertíðina af stað en loðnan hefur verið illveiðanleg með hefðbundinni loðnunót sökum þess hversu djúpt hún liggur í sjónum. 30. nóvember 2021 18:19
Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 13. október 2021 10:55