Farþegar fastir í vélinni síðan á hádegi: „Fólk er orðið alveg grænt í framan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 17:40 Vélin kom frá London um hádegi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Massimo Insabato/Getty Farþegar í flugvél British Airways sem lenti á Keflavíkurflugvelli á hádegi í dag hafa setið fastir í vélinni síðan þá, vegna slæmra veðurskilyrða. Farþegi í vélinni segir stemninguna um borð nokkuð góða, miðað við aðstæður. Farþegar aftast í vélinni hafi þó fengið að finna fyrir veðurofsanum. Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að vegna slæmra veðurskilyrða hafi allar landgöngubrýr verið teknar úr notkun á milli klukkan sjö og átta í morgun. Vélin sem um ræðir lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegi og er eina vélin sem lenti á vellinum fyrri partinn í dag. Vélin var að koma frá London. Minnstu munaði að lent yrði í Skotlandi Páll Ríkharðsson er á meðal farþega sem setið hafa fastir í vélinni, sem hefur beðið í stæði í um fimm klukkutíma. Hann segir stemninguna um borð nokkuð góða miðað við allt, en hann á langt ferðalag að baki. „Ég og kollegi minn erum að klára 26 tíma ferðalag frá Mexíkó, þannig okkur langar bara að komast heim,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir flugmann vélarinnar hafa tjáð honum að miðað við þau veðurskilyrði sem miðað er við hafi minnstu munað að ekki hafi verið hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði stefnan verið sett á Inverness í Skotlandi. Páll er ánægður að vera kominn heim þrátt fyrir að sitja fastur í vélinni sem stendur. „Þeir reikna með að geta hleypt okkur út eitthvað um sjö.“ Skrautleg lending Páll segir þá að lendingin á flugvellinum hafi verið skrautlegri en flugferðalangar megi almennt venjast, vegna veðursins. „Þetta var svolítið skemmtileg lending, allt á hlið og upp og niður, hingað og þangað.“ Þá segist Páll finna nokkuð til með áhöfninni, sem hafi átt að fara heim eftir að til Íslands væri komið. „Það er búið að koma hérna nokkrum sinnum með kaffi- og bjórvagninn.“ Vélin hristist nokkuð vegna vindsins, en Páll segir það verst fyrir farþegana aftast í vélinni, þar sem stélið taki á sig meiri vind en aðrir hlutar vélarinnar. „Aftast er alveg svakalegur hristingur. Fólk er orðið alveg grænt í framan,“ segir Páll, sem þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi síðasta sólarhringinn virðist taka málinu af æðruleysi. „Þetta er bara Ísland.“ Farþegar í vélum Icelandair sem lentu síðdegis í dag þurftu að bíða. Þar var þó um mínútur og korter að ræða, en ekki klukkustundir.Vísir/Aðsend Uppfært klukkan 18:45: Farþegar þeirra véla sem frestað var í dag og lentu á Keflavíkurflugvelli síðdegis þurftu líka að bíða um borð vegna veður, en þó heldur skemur en farþegar British Airways. Fjórtán vélar sem lenda áttu á ýmsum tímum í dag lentu nú á sjötta og sjöunda tímanum. Farþegar vélanna þurftu að bíða eftir því að vera hleypt frá borði en um klukkan hálf sjö fékk fréttastofa þær upplýsingar að landgöngubrýr hefðu verið teknar aftur í notkun og því hægt að hefjast handa við að hleypa úr vélunum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag. 5. desember 2021 16:50