Undarlegt að starfsfólk þurfi að eiga við drukkna unglingahópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 18:37 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaupa. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum. „Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira