Dómur Jóns Páls þyngdur í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2021 17:00 Jón Páll Eyjólfsson var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá 2014 til 2018. Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var í dag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Brotið átti sér stað fyrir þrettán árum eða árið 2008. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra. Þar var Jón Páll dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur sem Landsréttur breytt í tvær milljónir króna. Málið komst í fréttir í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði þá til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom svo seinna að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Samkvæmt dómnum átti atvikið sér stað í ágúst árið 2008 á hótelherbergi erlendis. Grófar lýsingar eru í dómi af ofbeldinu sem Jón Páll var ákærður fyrir. Hann var að lokum ákærður og dæmdur fyrir ofbeldi og ólögmæta nauðung. Fram kemur í dómi Landsréttar að Jón hafi kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu og haldið henni þar fastri. Í átökum hafi hún svo fallið á gólfið hafi hann aftrað henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið. Þá hafi hann sett hné í bringu hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut stóran marblett af. Konunni hafi svo tekist að skríða upp í rúmið en Jón Páll hafi elt hana, lagst ofan á hana og hafið við hana samræði án samþykkis. Hún hafi meðal annars hlotið marbletti og sár á ýmsum stöðum, rispur og núningssár auk sprunga í slímhúð við leggangaop. Viðurkenndi ofbeldið á Messenger Konan leitaði daginn eftir á neyðarmóttöku þar sem myndir voru teknar af áverkunum. Í niðurstöðukafla skýrslu læknis segir meðal annars að hún hafi gefið greinargóða sögu, verið dofin og tætt og aum um allan líkama og í kynfærum. Jón Páll neitaði sök hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hann kannaðist þó við að hafa gist inni á hótelherbergi konunnar umrædda nótt en sagðist ekkert muna vegna áfengisáhrifa. Þá hafi hann enga áverka séð á konunni morguninn eftir og ekkert óeðlilegt hafi verið í fari hennar að hans sögn. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann muna slitrótt eftir atvikum næturinnar. Hann myndi til dæmis eftir að þau hefðu legið saman og eftir einhverju brambolti, þau hafi þá dottið á milli rúmanna. Hann hafi þá litið á samskipti þeirra um nóttina sem framhjáhald, ekki ofbeldi. Í gögnum málsins lágu fyrir samskipti á Messenger milli Jóns og konunnar þar sem hann hafði gengist við að hafa beitt hana ofbeldi og brotið á henni gróflega. Sagðist hann þá hafa sótt sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið að tilhlutan konunnar. Framburður konunnar fyrir dómi var þá metinn trúverðugur, hún hafi verið samkvæm sjálfri sér og hefði framburður hennar hlotið stoð í gögnum málsins og framburði vitna í málinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10. janúar 2021 09:01 Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55 Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra. Þar var Jón Páll dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur sem Landsréttur breytt í tvær milljónir króna. Málið komst í fréttir í ársbyrjun 2018 þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóri. Nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars 2018 og vísaði þá til fjárhagsskorts hjá leikhúsinu. Stjórnin lýsti yfir vantrausti í janúar og hætti hann störfum. Í ljós kom svo seinna að hann hafði verið sakaður um nauðgun tíu árum fyrr. Samkvæmt dómnum átti atvikið sér stað í ágúst árið 2008 á hótelherbergi erlendis. Grófar lýsingar eru í dómi af ofbeldinu sem Jón Páll var ákærður fyrir. Hann var að lokum ákærður og dæmdur fyrir ofbeldi og ólögmæta nauðung. Fram kemur í dómi Landsréttar að Jón hafi kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi á hótelherberginu og haldið henni þar fastri. Í átökum hafi hún svo fallið á gólfið hafi hann aftrað henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið. Þá hafi hann sett hné í bringu hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut stóran marblett af. Konunni hafi svo tekist að skríða upp í rúmið en Jón Páll hafi elt hana, lagst ofan á hana og hafið við hana samræði án samþykkis. Hún hafi meðal annars hlotið marbletti og sár á ýmsum stöðum, rispur og núningssár auk sprunga í slímhúð við leggangaop. Viðurkenndi ofbeldið á Messenger Konan leitaði daginn eftir á neyðarmóttöku þar sem myndir voru teknar af áverkunum. Í niðurstöðukafla skýrslu læknis segir meðal annars að hún hafi gefið greinargóða sögu, verið dofin og tætt og aum um allan líkama og í kynfærum. Jón Páll neitaði sök hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hann kannaðist þó við að hafa gist inni á hótelherbergi konunnar umrædda nótt en sagðist ekkert muna vegna áfengisáhrifa. Þá hafi hann enga áverka séð á konunni morguninn eftir og ekkert óeðlilegt hafi verið í fari hennar að hans sögn. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann muna slitrótt eftir atvikum næturinnar. Hann myndi til dæmis eftir að þau hefðu legið saman og eftir einhverju brambolti, þau hafi þá dottið á milli rúmanna. Hann hafi þá litið á samskipti þeirra um nóttina sem framhjáhald, ekki ofbeldi. Í gögnum málsins lágu fyrir samskipti á Messenger milli Jóns og konunnar þar sem hann hafði gengist við að hafa beitt hana ofbeldi og brotið á henni gróflega. Sagðist hann þá hafa sótt sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið að tilhlutan konunnar. Framburður konunnar fyrir dómi var þá metinn trúverðugur, hún hafi verið samkvæm sjálfri sér og hefði framburður hennar hlotið stoð í gögnum málsins og framburði vitna í málinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10. janúar 2021 09:01 Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55 Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. 10. janúar 2021 09:01
Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55
Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17