Vesen um veganjól ekkert miðað við áður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 20:31 Í dag er mun auðveldara að vera grænkeri um jól en fyrir bara nokkrum árum síðan. Vísir/Adelina Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin. Jólin nálgast óðfluga og flestir eru líklega farnir að undirbúa jólamatinn. En hvað er í boði fyrir fjölskyldumeðlimina sem eru vegan og eru heldur ólíklegir til að bragða á jólasteikinni? Nú eru ýmsar hátíðarsteikur í boði úti í búð sem eru alveg lausar við dýraafurðir.Vísir/Adelina Vegan samfélagið hefur stækkað gríðarlega á síðustu árum og má til dæmis sjá það á Facebook-hópnum Vegan-Ísland, en 24 þúsund manns eru meðlimir í hópnum. Því er ekki skrítið að verslanir hafi fundið fyrir breytingu á eftirspurn á síðustu árum. „Eins og við gerðum fyrir jólin í fyrra og munum gera aftur núna við vorum bara með tilbúna matarbakka. Fólk kom og fékk steikina, sósuna og salatið. Allt sem þurfti í jólamatinn,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar. Hnetusteikin klassísk en grænkerar nýungagjarnir Veganbúðin er stærsta vegan-sérverslunin í heiminum en aðrar verslanir hafa jafnframt verið að auka við úrvalið hjá sér. Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni.Vísir/Adelina „Við erum að sjá mikla aukningu og það er meiri fjölbreytni en áður og sérstaklega ef við horfum núna á jólin. Það er ekkert svo langt síðan fólk þurfti að hlaupa á milli verslana til að grípa sér vegan hátíðarsteik en í ár erum við að horfa á níu skilgreindar vegan-hátíðarsteikur og fullt annað sem er síðan hægt að gera frá grunni,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni. „Hnetusteikin er klassísk en það hefur orðið svo gríðarleg þroun í þessu, það er komið svo margt annað í staðin. Vegan fólk eins og annað fólk langar að prófa nýjar útgáfur,“ segir Magnús. „Það hefur auðvitað stóraukist. Það er mikið verið að kalla eftir vörum í þessum flokki. Mesta breytingin er úrvalið og gæðin líka, þau eru alltaf að verða betri,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus. Úrval vegan-vara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.Vísir/Adelina Neysluvenjur breyst og ákall eftir fæði úr jurtaríkinu Það er ekki bara úrval á veganvörum sem hefur breyst heldur neysluvenjur neytenda. „Það eru kannski margir einstaklingar innan sömu fjölskyldna komnir á ólíkt mataræði,“ segir Lilja. „Það er mjög algengt að foreldrar eru að koma hingað með unglingana sína sem ætla að taka skrefið og eru að spyrja hvernig þau eigi að fást við þetta,“ segir Magnús. „Neytendur eru að kalla eftir meira prótíni úr jurtaríkinu og við sjáum mikla aukningu í hnetum og baunum og þessum vöruflokkum,“ segir Baldur. Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.Vísir/Adelina Fyrir utan allar nýjungarnar í framleiðslu og framboði á veganfæði þá leynast víða vegan-vörur, sem ekki voru sérstaklega framleiddar með það í huga að vera vegan. Til dæmis eru flestar piparkökur sem seldar eru úti í búð alveg lausar við dýraafurðir. „Það er fullt af vörum sem eru óvart vegan,“ segir Magnús. „Við leggjum rosalega mikið upp úr því að miðla þessum sérmerkingum, okkur þykir mikilvægt að viðskiptavinir geti tekið þetta upplýsta val,“ segir Lilja. Innlend nýsköpun og framleiðsla að aukast Innlend framleiðsla á Vegan-matvörum hefur þá aukist gríðarlega að undanförnu. „Við fáum inn aðila og smáframleiðendur mjög reglulega sem eru að byrja að framleiða og langar að selja og við tökum vel á móti þeim,“ segir Magnús Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar.Vísir/Adelina Þið eruð sjálf með framleiðslu? „Já, við framleiðum mjög mikið bæði fyrir aðrar verslunarkeðjur og fyrir okkur sjálf. Við framleiðum Jömm sósurnar og salöt og vinsælustu jólasteikina síðustu tvö ár, svokölluð Jömm Wellington sem við gerum hérna. Það er gríðarlegt magn sem við erum að framleiða fyrir jólin.“ „Já, við erum að reyna að prufa okkur áfram. Núna á þessu ári var Uppsprettan, sem er nýsköpunarsjóður hjá okkur, sem fékk tillögu inn að nýjum hátíðarrétti fyrir veganista, og bara fleiri. Þetta er hnetusteik, sem er gerð úr japönsku tempeh. Þetta er nýung hjá okkur sem mun koma í desember,“ segir Baldur hjá Bónus. Fólk sé að vakna til vitundar um að veganvörur séu ekki síðri á bragðið en þær sem innihaldi dýraafurðir og umhverfisáhrif af framleiðslunni sé jafnframt töluvert minni. Mikið úrval er af vegan mjólkurlíki í langflestum verslunum. Vegan-mjólkin er gríðarlega vinsæl, bæði meðal grænkera og alæta.Vísir/Adelina „Þetta sé framtíðin og þetta er það sem mun þurfa að gerast ef við ætlum til dæmis að stemma stigu við hækkandi hitastig jarðar þá er þetta stór þáttur í því,“ segir Magnús. „Það er eiginlega það sem mér finnst best við þessa vegan umræðu er í raun bara hvað þetta hefur opnað augu manns fyrir vörum sem eru bara þrælgóðar. Sem eru í þessum vöruflokki, sem ég held að fleiri en ég eru að fíla, þeir sem eru ekki vegan í grunninn,“ segir Baldur, markaðsstjóri Bónus. Vegan Matur Verslun Jól Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Jólin nálgast óðfluga og flestir eru líklega farnir að undirbúa jólamatinn. En hvað er í boði fyrir fjölskyldumeðlimina sem eru vegan og eru heldur ólíklegir til að bragða á jólasteikinni? Nú eru ýmsar hátíðarsteikur í boði úti í búð sem eru alveg lausar við dýraafurðir.Vísir/Adelina Vegan samfélagið hefur stækkað gríðarlega á síðustu árum og má til dæmis sjá það á Facebook-hópnum Vegan-Ísland, en 24 þúsund manns eru meðlimir í hópnum. Því er ekki skrítið að verslanir hafi fundið fyrir breytingu á eftirspurn á síðustu árum. „Eins og við gerðum fyrir jólin í fyrra og munum gera aftur núna við vorum bara með tilbúna matarbakka. Fólk kom og fékk steikina, sósuna og salatið. Allt sem þurfti í jólamatinn,“ segir Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar. Hnetusteikin klassísk en grænkerar nýungagjarnir Veganbúðin er stærsta vegan-sérverslunin í heiminum en aðrar verslanir hafa jafnframt verið að auka við úrvalið hjá sér. Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni.Vísir/Adelina „Við erum að sjá mikla aukningu og það er meiri fjölbreytni en áður og sérstaklega ef við horfum núna á jólin. Það er ekkert svo langt síðan fólk þurfti að hlaupa á milli verslana til að grípa sér vegan hátíðarsteik en í ár erum við að horfa á níu skilgreindar vegan-hátíðarsteikur og fullt annað sem er síðan hægt að gera frá grunni,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir markaðssérfræðingur hjá Krónunni. „Hnetusteikin er klassísk en það hefur orðið svo gríðarleg þroun í þessu, það er komið svo margt annað í staðin. Vegan fólk eins og annað fólk langar að prófa nýjar útgáfur,“ segir Magnús. „Það hefur auðvitað stóraukist. Það er mikið verið að kalla eftir vörum í þessum flokki. Mesta breytingin er úrvalið og gæðin líka, þau eru alltaf að verða betri,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus. Úrval vegan-vara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.Vísir/Adelina Neysluvenjur breyst og ákall eftir fæði úr jurtaríkinu Það er ekki bara úrval á veganvörum sem hefur breyst heldur neysluvenjur neytenda. „Það eru kannski margir einstaklingar innan sömu fjölskyldna komnir á ólíkt mataræði,“ segir Lilja. „Það er mjög algengt að foreldrar eru að koma hingað með unglingana sína sem ætla að taka skrefið og eru að spyrja hvernig þau eigi að fást við þetta,“ segir Magnús. „Neytendur eru að kalla eftir meira prótíni úr jurtaríkinu og við sjáum mikla aukningu í hnetum og baunum og þessum vöruflokkum,“ segir Baldur. Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.Vísir/Adelina Fyrir utan allar nýjungarnar í framleiðslu og framboði á veganfæði þá leynast víða vegan-vörur, sem ekki voru sérstaklega framleiddar með það í huga að vera vegan. Til dæmis eru flestar piparkökur sem seldar eru úti í búð alveg lausar við dýraafurðir. „Það er fullt af vörum sem eru óvart vegan,“ segir Magnús. „Við leggjum rosalega mikið upp úr því að miðla þessum sérmerkingum, okkur þykir mikilvægt að viðskiptavinir geti tekið þetta upplýsta val,“ segir Lilja. Innlend nýsköpun og framleiðsla að aukast Innlend framleiðsla á Vegan-matvörum hefur þá aukist gríðarlega að undanförnu. „Við fáum inn aðila og smáframleiðendur mjög reglulega sem eru að byrja að framleiða og langar að selja og við tökum vel á móti þeim,“ segir Magnús Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda Veganbúðarinnar.Vísir/Adelina Þið eruð sjálf með framleiðslu? „Já, við framleiðum mjög mikið bæði fyrir aðrar verslunarkeðjur og fyrir okkur sjálf. Við framleiðum Jömm sósurnar og salöt og vinsælustu jólasteikina síðustu tvö ár, svokölluð Jömm Wellington sem við gerum hérna. Það er gríðarlegt magn sem við erum að framleiða fyrir jólin.“ „Já, við erum að reyna að prufa okkur áfram. Núna á þessu ári var Uppsprettan, sem er nýsköpunarsjóður hjá okkur, sem fékk tillögu inn að nýjum hátíðarrétti fyrir veganista, og bara fleiri. Þetta er hnetusteik, sem er gerð úr japönsku tempeh. Þetta er nýung hjá okkur sem mun koma í desember,“ segir Baldur hjá Bónus. Fólk sé að vakna til vitundar um að veganvörur séu ekki síðri á bragðið en þær sem innihaldi dýraafurðir og umhverfisáhrif af framleiðslunni sé jafnframt töluvert minni. Mikið úrval er af vegan mjólkurlíki í langflestum verslunum. Vegan-mjólkin er gríðarlega vinsæl, bæði meðal grænkera og alæta.Vísir/Adelina „Þetta sé framtíðin og þetta er það sem mun þurfa að gerast ef við ætlum til dæmis að stemma stigu við hækkandi hitastig jarðar þá er þetta stór þáttur í því,“ segir Magnús. „Það er eiginlega það sem mér finnst best við þessa vegan umræðu er í raun bara hvað þetta hefur opnað augu manns fyrir vörum sem eru bara þrælgóðar. Sem eru í þessum vöruflokki, sem ég held að fleiri en ég eru að fíla, þeir sem eru ekki vegan í grunninn,“ segir Baldur, markaðsstjóri Bónus.
Vegan Matur Verslun Jól Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira