Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 21:46 Frá heræfingu í Rússlandi í september. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. Blinken sagði á blaðamannafundi í dag að ekki væri vitað hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði hins vegar stillt nægilega mörgum hermönnum við landamærin svo hann gæti gert það með skömmum fyrirvara. Ráðherrann ítrekaði, þar sem hann var á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, að Bandaríkin myndu bregðast harkalega við innrás í Úkraínu. Hér má sjá hluta ræðu Blinkens frá því í dag. Yfirvöld í Kænugarði segja Rússa hafa flutt rúmlega níutíu þúsund hermenn að landamærum sínum. Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa ráðamenn þar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Meðal annars með vopnum og hermönnum. Rússar segjast óttast innrás Úkraínu í Úkraínu Samkvæmt frétt Reuters segja ráðamenn í Rússlandi að þeir óttist að Úkraína ætli að gera innrás í austurhluta Úkraínu og reka aðskilnaðarsinna á brott. Þess vegna séu þeir með sína hermenn við landamærin. Rússar hafa haldið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu og hafa hermenn frá Hvíta-Rússlandi einnig tekið þátt í æfingunum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þingi þar í landi í dag að viðræður við Rússa þyrfti til að binda enda á átökin í Austurhluta landsins, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa fallið á undanförnum árum. Hann sagði að án viðræðna væri ekki hægt að stilla til friðar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó að átökin í austurhluta Úkraínu vera innanríkismál Úkraínu. Það kæmi Rússlandi ekki við. Sagði hann að viðræðurnar þyrftu að vera milli Kænugarðs og aðskilnaðarsinnanna. Vill lögbundna skuldbindingu frá NATÓ Ríkisstjórn Pútíns hefur lengi verið andsnúin auknum samskiptum Úkraínu við Evrópu og núverandi ætlanir ráðamanna þar um að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa ekki fallið í kramið í Moskvu. Í gær sagði Pútín að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að hermenn Atlantshafsbandalagsins kæmu sér fyrir í Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Mikhail Metzel Pútín sagði svo í dag að hann vildi viðræður við NATÓ um að varnarsamstarfið myndi ekki teygja anga sína lengra til austurs og að vopnum yrði ekki komið fyrir nærri Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Pútín ekki vilja munnlegt samkomulag, heldur lagalega skuldbindingu frá NATÓ. Blinken virtist þó ekki sammála forsetanum rússneska. „Það að Úkraína ógni Rússlandi væri brandari ef ástandið væri ekki svona alvarlegt,“ sagði Blinken. „NATÓ er varnarbandalag. Við erum ekki ógn gagnvart Rússlandi.“ Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Lettland Tengdar fréttir Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Blinken sagði á blaðamannafundi í dag að ekki væri vitað hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði tekið ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu. Hann hefði hins vegar stillt nægilega mörgum hermönnum við landamærin svo hann gæti gert það með skömmum fyrirvara. Ráðherrann ítrekaði, þar sem hann var á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, að Bandaríkin myndu bregðast harkalega við innrás í Úkraínu. Hér má sjá hluta ræðu Blinkens frá því í dag. Yfirvöld í Kænugarði segja Rússa hafa flutt rúmlega níutíu þúsund hermenn að landamærum sínum. Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hafa ráðamenn þar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins. Meðal annars með vopnum og hermönnum. Rússar segjast óttast innrás Úkraínu í Úkraínu Samkvæmt frétt Reuters segja ráðamenn í Rússlandi að þeir óttist að Úkraína ætli að gera innrás í austurhluta Úkraínu og reka aðskilnaðarsinna á brott. Þess vegna séu þeir með sína hermenn við landamærin. Rússar hafa haldið umfangsmiklar heræfingar við landamæri Úkraínu og hafa hermenn frá Hvíta-Rússlandi einnig tekið þátt í æfingunum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á þingi þar í landi í dag að viðræður við Rússa þyrfti til að binda enda á átökin í Austurhluta landsins, þar sem um fjórtán þúsund manns hafa fallið á undanförnum árum. Hann sagði að án viðræðna væri ekki hægt að stilla til friðar. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó að átökin í austurhluta Úkraínu vera innanríkismál Úkraínu. Það kæmi Rússlandi ekki við. Sagði hann að viðræðurnar þyrftu að vera milli Kænugarðs og aðskilnaðarsinnanna. Vill lögbundna skuldbindingu frá NATÓ Ríkisstjórn Pútíns hefur lengi verið andsnúin auknum samskiptum Úkraínu við Evrópu og núverandi ætlanir ráðamanna þar um að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hafa ekki fallið í kramið í Moskvu. Í gær sagði Pútín að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að hermenn Atlantshafsbandalagsins kæmu sér fyrir í Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands.AP/Mikhail Metzel Pútín sagði svo í dag að hann vildi viðræður við NATÓ um að varnarsamstarfið myndi ekki teygja anga sína lengra til austurs og að vopnum yrði ekki komið fyrir nærri Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Pútín ekki vilja munnlegt samkomulag, heldur lagalega skuldbindingu frá NATÓ. Blinken virtist þó ekki sammála forsetanum rússneska. „Það að Úkraína ógni Rússlandi væri brandari ef ástandið væri ekki svona alvarlegt,“ sagði Blinken. „NATÓ er varnarbandalag. Við erum ekki ógn gagnvart Rússlandi.“
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Lettland Tengdar fréttir Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26. nóvember 2021 17:00
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO. 18. október 2021 15:46