Deila vegna stórbrunans í Skeifunni kemur til kasta Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2021 12:50 Mikinn reyk lagði frá húsinu sem brann til kaldra kola. Vísir/Atli Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tryggingafélagsins VÍS í deilu félagsins og Pennans sem rekja má til stórbrunans í skeifunni þar sem húsnæði sem hýsti verslunina Griffils, í eigu Pennans, brann til kaldra kola. Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótaupgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir héraðsdóms þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann í janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri endurreisa rekstur Griffils, því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vill VÍS ekki una en félagið óskaði eftir málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Telur félagið að úrslit málsins muni hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra eigi lög um vátryggingastarfsemi hvað varðar upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök VÍS og lítur svo á að dómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um upphafstíma fyrningarfrest skaðatrygginga. Var málskotsbeiðni VÍS því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Skeifunni Reykjavík Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótaupgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir héraðsdóms þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann í janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri endurreisa rekstur Griffils, því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vill VÍS ekki una en félagið óskaði eftir málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Telur félagið að úrslit málsins muni hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra eigi lög um vátryggingastarfsemi hvað varðar upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök VÍS og lítur svo á að dómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi um upphafstíma fyrningarfrest skaðatrygginga. Var málskotsbeiðni VÍS því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Skeifunni Reykjavík Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira