Omíkron greinst í tólf löndum EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 12:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærum Íslands eins og er. Vísir/Vilhelm Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44
Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29
Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05